Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 49
45
af útheyi 700—800 hestar. Skólahúsið ásamt íbúðarhúsinu
er orðið hrörlegt og tilkomulítið, enda gamalt og hefir lítið
verið til þess líostað. Yíir höfuð hefir lítið verið lagt í
kostuað á Eiðum við húsagjörð eða vanalegar endurhætur
þeirra; þó er þar nýbygt fjós, hesthús og áburðarhús.
Öllum muu koma sam'au um, að skólastjóri Jónas Eiríksson
hafi stjórnað skólabúinu vel og samvizkusamlega þau ár,
sem hann hefir þar verið. Síðan hanu tók við skólanum
fyrir 12 árum, hafa útskrifast þaðan 42 sveinar, og auk
þess hafa 6 farið burt án þess að taka próf. Nú eru þar
9 piltar á skólanuni. — Erá Eiðum fór eg að Hjartarstöð-
um; þar býr Sigurður Magnússon. Hann hefir bætt jörð
sína með túuslóttum. — Þaðan hólt eg út Hjaltastaðar-
þinghá og siðan inn Hróarstungu. I Hjaltastaðarþiughánni
kom eg meðal aunara bæja að Hjaltastað, Kóreksstöðuin og
Sandbrekku- Á Kóreksstöðum búa bræður tveir, Sveinn og
Hallur Eiríkssynir. Er þar fallegt bú, sem víðar á Héraði,
og jarðabætur töluverðar. Kóreksstaðir eru ein af þeim
jörðum, sem geta tekið á móti miklum umbótuin. Á Sand-
brekku býr Sigfús llalldórsson, formaður búnaðarfélags
Hjaltastaðarþinghár. Hann hefir þegar gjört allmiklar
jarðabætur, sléttað í túninu æðimikið og er langt kominn
með að girða það. Af öðrum bændum á Út-Hóraði, sem
kveður að í jarðabótum, vil eg að eins neíua Stefán Sig-
urðsson á Ánastöðum. Runólfur á Hafrafelli sagði mór svo
frá, að fyrir nokkrum árum hefði liann selt bú sitt og
ætlað alfarinn til Aineríku; en hætti svo við og byrjaði
búskap á ný. Síðan hefir hann lagt stund á að gjöra
jarðabætur, og hefir þegar bætt jörðina, sem liann býr á,
að góðum mun.
Meðfram Selfljótinu beggja vegua að utanverðu liggja
mýrarflákar hallalitlir og blautlendir. Að austanverðu við
fljótið er svo kölluð Kílatjarnarblá, sem tilheyrir Hjaltastað,
en að vestanverðu við það tilheyra þessar inýrar Bónda-
stöðum og Hrollaugsstöðum. — Eyrir nokkurum árum liefir
fljótið verið stíflað og vatniuu veitt á Kílatjarnarblá.