Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 268
260
Ræktunarsjóðurinn,
Fyrsti ársreikningur Ræktunarsjóðsins heíir birst i
Stjórnartíðindunum og sjóðurinn átti í árslokin 1901, þegar
frá var skilið það sem ætlað var til útlána þ. á., rúinar
150,000 krónur. Fullur þriðji hluti sjóðsins er ógreitt
þjóðjarðasölulán, 30,000 kr. eru jarðabótalán samkvæmt
fiárlögunum 1898—99, hitt felst í öðrum lánum. Afborg-
/anir eru greiddar af öllum lánum, nema jarðabótalánunum,
er fyrst koma til afborgunar 1904. Tveir hlutir höfuð-
stólsins ávaxtast. með 4°/0, hitt stendur með lægri vöxtum.
Samkvæmt lögunum og skipulagsskránni er afborgun-
um varið til jarðabótalána. Afborganir árið 1901 námu
4103 kr. 57 a., er út var lánað síðastliðinn vetur, uema
hvað það var látið standa á heilu huudraði. Láuskjörin
eru, sem kunnugt er, að lánið er til 20 ára, afborgunar-
laust 4 fyrstu árin, en úr því með */,„ á ári, og vextir 3°/0,
og veitist að eins gegn jarðeiguarveði með tryggingu innan
8/d af virðingarverði.
Alls sóttu síðastliðinn vetur 18 um jarðabótalán, 7 að
norðan, 5 að sunnan og hvorir 3 að austan og vestan.
Lánin sem þeir báðu um námu framt að 13,000 kr.; liæst
var farið fram á 2000 kr.; ætlaði sá liinn sami auk annars
fleira að slétta fyrir það 13 dagsláttur, og hafði sléttað
undir 24. Helminguriun fókk úrlausn af þeSsum 18, hæsta
láu var 800 kr., en lægsta 300; skipulagsskráiu heimilar
minsta lán 200 kr. Yíðast hvar skyldi jarðabótiu gerð á
sjálfri liinni veðsettu eign, og er það til bóta veðinu. Við
úthlutun lánanna var eðlilega tekið tillit til þess, hvað
viðkomaudi hafði áður unnið að jarðabótum, og hve mynd-
arlega það var gert. Nokkuð má og ráða i það, hve lík-
legar hinar fyrirhuguðu jarðabætur eru, sem gerast eiga
fyrir láninu, en þar kemur aftur að meini,. hve misjafnlega
er skýrt frá. Til þess að hægt só að vanda úthlutuu
þessa, þurfa öll gögn og skilríki að vera sem fylst.