Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 244
23G
vikta mjólkina í. Þegar búið er að mjólka hverja kú, er
mjólkinni úr henni helt í viktarfötuna og hún vegin. Vikt-
in er strax skrifuð í mjólkurbókina.
Eins og kunnugt er, er smjörfeitin í mjólkinni úr ýms-
um kúm mjög mismunandi. í' mjólk úr sumum kúm er feit-
iu 4% eða þar yfir, en úr öðrum ekki 3°/0. Með þvi það
þykir full sannað að þessi eiginlegleiki kúnna, að gefa feita
mjólk, sé arfgengur, er áríðandi að ala að eins upp undan
þeim kúm, sem gefa feita mjólk. Af því að bæði tíminn frá
burði, fóðrið og fleira getur haft talsverð áhrif á feitimagn-
ið væri bezt að ranDsaka mjóikina úr hverri kú einu sinni
í mánuði alt árið, og draga svo út meðaltalið af því. Þetta
er hins vegar ekki framkvæmanlegt eftir þeim ástæðum,
sem eru fyrir hendi hjá oss, enda ekki nauðsynlegt. Með
það fyrir augum, sem liér er um að ræða, er nægjanlegt að
ákveða feitimagn mjólkurinnar úr hverri kú í eitt skifti fyr-
ir öll. Þetta er bezt að gjöra á þann hátt, að þegar kýriu
er orðin fullþroskuð (hefir borið tvisvar), og er búin að vera
úti að vorinu svo sem 4—5 vikna tima, er eitthvert málið,
sem mjólkin er viktuð — samkvæmt því, sem áður er sagt
— tekin prufa af mjólkinni strax og búið er að vikta hana,
og feitiinagnið ákveðið með G-erbers-feitimælir, sem hvert
nautgriparæktunarfélag þarf að' eiga. Þar, sem mjólkur-
eða rjómabú eru, er hægt að nota feitiinælira þeirra.
Eins og áður er sagt á einnig að vikta heyið fyrir
hverja kú tvisvar í viku. Þar, sein gefið er auk töðunnar
úthey eða einhver fóðurbætir, á að tilfæra það í fóðurskýrsl-
uduí hvað fyrir sig.
2. gr., stafl. f. Sýningar á kvikfénaði eru þegar fyrir
löngu orðnar almennar í öllum löndum, þar, sem kvikfjár-
ræktin er á nokkurnveginn háu stígi, og hafa hvervetna reynzt
hið öflugasta framfarameðal í húsdýraræktinni. Það er og
enginn efi á að slíkar sýningar munu eiunig hjá oss verða
til hins mesta gagns, þegar þær komast á, bæði með því
að auka almennan áhuga á búskapnum og þá sérílagi hús-
dýraræktinni, og með því að auka þekkingu bænd'a á bygg-