Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 50
46
Stíflan liefir verið gerð þannig, að þvi er séð verður, að
hlaðinn hefir verið grjótgarður þvert yfir fljótið milli bakka
þess. En slíkur útbúnaður hlaut að verða endingarlitill,
enda er nú svo komið, að stíflan er að mestu sokkiu niður
í fióðbotninn og sér að eins fyrir henni. Hvergi ú Austur-
landi, þar sem eg fór um, sá eg úlitlegra úveitusvæði en
þessar mýrar eða „blúr“, eins og þær eru kallaðar þar.
Yatni til úveitu mú nú úr Selfljótinu. Bezt er að taka það
upp núlægt Höfðavaði eða spölkorn fyrir innan gömlu
stífiuna. Breidd fljótsins er þar um 35—40 faðma. Til
þess að nú upp vatninu, þarf að stífla fljótið, og er hent-
ugast að gjöra það með tré-„búkkum“, fyltum með grjóti,
og hafa sterk borð eða planka milli þeirra. Nauðsynlegt
og sjúlfsagt er að þurka eða ræsa fram þessar mýrar, því
þær eru blautar, euda getur vatusveiting eigi komið að
fullum notum nema það sé gjört.
Eftir beiðni prófasts Eiuars Jónssonar ú Kirkjubæ
skoðaði eg svo nefuda Greinastaðakvísl og hvort auðið
mundi að stifla hana til þess að nú vatni til úveitu ú Hús-
eyna. Hefir það verið gjört úður og mun Halldór faðir
Sigfúsar ú Sandbrekku, sem þú bjó í Húsey, hafa byrjað ú
því. En stíflan í kvíslinni bilaði hvað eftir annað, og munu
inenn hafa þreyzt ú að halda henni við. Hið eina, sem að
haldi getur komið, er að gjöra öfluga kampa við livorn
bakka kvíslarinnar og hlaða þú vel upp, og lúta þú ganga
sem lengst inu í bakkana. Jafnframt þessu þarf að „flóra1'
eða „púkka“ botninn í kvíslinni, bæði undir sjúlfa kampana
og milli þeiiTa; stífla síðan sjúlfa kvíslina með trjúvið,
þegar þarf að nota vatnið. Eigi mú þó stífla fyr eu kamp-
arnir eru vel grónir. Á Geirastöðum sagði eg einnig fyrir
um stiflugjörð í sömu kvísl, nokkru neðar með henni.
í Hróarstungunni kom eg ú allmarga bæi, þar ú meðal
þessa: Kirkjubæ, Gunnhildargerði, Hallfreðarstaði, Hey-
kollsstaði, Vifilsstaði, Dagverðargerði, Raugú og Bót. —
Rangú er stór og falleg jörð; þar býr nú Björu Hallsson,
formaður búnaðarfélags Hróarstunguhi’epps. í>ar hafa verið