Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 22
18
alt árið eða að eins nokkuru hluta þess. Eigi mé, leggja
það niður, nema það hafi áður verið ýtarlega rætt á tveim
fundum í félaginu og samþykt með 2/o hluta atkvæða allra
félagsmanna, að svo skuli vera.
15. gr.
Lögum þessum verður eigi breytt nema i. aðalfuudi fé-
lagsins. Skal hin fyrirhugaða hreyting áður gjörð kunn öll-
um félagsmönnum með fundarboði. Til þess að breytingin
nái gildi þurfa 2/., hluta atkvæða þeirra félagsmanna, sem
eru á fundi.
Reglur þessar eru í aðalatriðunum sniðuar eftir sam-
kyuja reglum eða lögum i Danmörku, en lagaðar eftir þvi,
sem hér á við. — Til frekari skýringa og athugunar skal
með nokkurum orðum miust á hinar einstöku greinar i regl-
unum, að svo miklu leyti, sem eg t-el þær þurfa skýringar
við. Með þvi móti geta, ef til vill, ýms ákvæði þeirra orð-
ið mönnum ljósari en ella. Við 1. og 2. gr. hef eg ekkert
sérlegt að athuga. — Um 3. gr. vil eg geta þess, að þar
sem minst er á, að mjólkin skuli flutt i fötuin, sem til þess
séu gjörðar, þá er það vegtia þess, að eigi gildir einuhverj-
ar þær fötur eru, sem til flutniugsins eru notaðar. Dað er
mjög óhentugt að flestu leyti að flytja mjólk eða rjóma í
tréfötum, eigi síst vegna þess, hve erfitt er að halda þeim
hreinum og ósúrum. En mjólkin eða rjóminn má alls eigi
súrna áður en hann kemur til búsins. Eöturnar, sem flutt
er í, eiga að vera úr stálþynnu eða þykku blikki. — Við
4. gr. er það að athuga, að þar er leyft að verka smjör
keima til heimilisnota, en eigi til sölu, þann tíma, er búið
starfar. Þetta er í sjálfu sér eðlileg krafa til þeirra, er
taka þátt í félagsskapnum. En ef búið starfar eða steudur
alt árið, þá er einmitt nauðsynlegt, að félagsmenn hafi leyfi
til, ef þeir vilja, að húa til smjör lieima hauda heimilinu.
Þessu má haga þannig, annaðhvort að flytja ekki rjómann
til búsins þegar hann er hvað minstur t. d. að haustinu
eða framan af vetri, eða þá að halda honum eftir heirna á