Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 8
4
gjörst hefir. Sannfæring niín er, að 3 menn innan luktra
dyra ráði betur af um mæti manna og líkur til uytja, en
12 menn í heyranda hljóði. Verði stjórnin áfram í jafu-
góðri samvinnu við þingið og hingað til, og því ætti helzt
að mega treysta, muu hún taka i'ult tillit til upplýsinga
búnaðarþingsnianna um umsækjendur þá, sem húu sjálf er
miður kuunug. JÞessi athugasemd á sem sagt aðallega við
ófyrirséðar og óundirbúnar styrkbeiðslur. Þegar t. d. amts-
ráð óskar styrks til að koma sér upp kenuara við búnaðar-
skóla, velur J/að manninn, og er þá auðvitað þingsius beint
að veita eða neita.
Aunars kemur til að reyna á það, hvort forystan í
búnaðarmálum verður fremur hjá stjóruinni eða búnaðar-
þinginu. Hér styður auðvitað hvort annað og vinnur að
sama marki eftir be/.tu vitund, eu forræðið um stefnu og
framsókn félagsins dregst þó væutanlega meir til annarar
hvorar handar. Um framkvæmdirnar er eigi að ræða, held-
ur hitt, hvaðau viljinu og vitið komi aðallega í leiðsöguuui.
Flestir munu kjósa eftir þeirri reynslu sem fengin er á al-
þingi, að stjórnin geti átt sem mestau hlut að því, en á
það brestur einmitt, að vilji og vit búuaðarfélagsstjórnarinn-
ar geti komið að fullum notum. Þáð var eitt þýðingar-
mesta málið á búuaðarþinginu, „þörfin á vísindalegum ráða-
naut“. En bæði „vantaði féð og mauuinn", og þingið gat
ekki frekara gjört, en að „telja það æskilegt11. Ekki ætti
að standa á fénu, fáist maðurinn. Já, fengist hór maður
eitthvað í líkiugu við N. J. Fjord hjá Döuuin. Búnaðar-
framfarir þeirra eru einmitt svo ákaflega mikið bvgðar á
vísindalegum rannsóknum og samvinuu vísindainannanua og
bændanna. Ásgeir Torfason frá Ólafsdal fékk í sumar sem
leið þingstyrk til efnafræðisuáms við „pólitekniska11 skólann.
Það nám er einhver beinasti undirbúningur til vísindalegr-
ar leiðsögu í landbúnaðinum íslenzka. Fáist maðurinn hugsa
eg mér hann helzt í sjálfri stjórninui, og að hann hafi eigi
öðru að gegna, og hafi full og vel sæmileg laun fyrir.
Hauu yrði þá lífið og sáliu í öUum framkvæmdunum, og