Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 184
176
til viðtals fyrir kaupmenn og bændur, sem ferðast til út-
landa, þarf hann að bafa skrifstofu í Leitli. Landbúnaðar-
konsúlentinn á auk þess að fylgjast nákvæmlega með á hin-
um brezka markaði, að ferðast til Danmerkur og Noregs og
annara landa þar, sem íslenzkar landbúnaðarafurðir kunua
að verða seldar, svo sem tvisvar á ári. Enn fremur á hann
að ferðast til Islands minst einusiuni á ári, og lialda fyrir-
lestra í helztu kaupstöðum laudsins um þær breytingar á
markaðinum, sem verða kunna frá ári til árs. Yíir höfuð á
hann í ræðuin og riti að leiðbeina lœndum og kaupmönnum
með það, sem sérstalclega er að athuga við framleiðslu, sending
og sölu á lánum ýmsu landhúnaðarafurðum á hverjum tíma,
og eftir J/ví til hvaða markaðs J/ær eru ákvarðaðar. Að lok-
um á liann persónulega og með greinum í blöðum og tíma-
ritum að vekja athygli í útlöndum á íslenzkum landbúnað-
arafurðum. Landbúnaðarkonsúlentinu á að vera lauuaður af
landsjóði og háður eftirliti landstjórnarinnar og Búuaðarfé-
lags Islands. liann má enga verzlun, af neinu tagi, hafa á
hendi, en launin verða að vera svo góð að hann geti beitt
sér fyllilega í þjónustu stöðu sinnar, og sé eigi freistað til
á neinn anuan hátt að auka tekjur sínar.
Yið val á manni til slíkrar stöðu er það fyrsta, sem
þarf að taka tillit til, að hlutaðeigandi só áliugamaður, með
eindreguum vilja til að gjöra íósturjörð sinni gagn, og haíi
að öðru leyti nauðsynlega mentun og sjálfsstæði til þess að
geta orðið starfi sínu vaxinn. Eg tek þetta hór fram af
af því mér er ljóst, að eftirlitið getur orðið allerfitt ef valið
á manui til slíkrar stöðu mishepnast.
Hversu brýna þörf vór höfum fyrir þannig lagaðan er-
indsreka, og hvað mikið gagn hann mundi gjöra landbúnaði
vorum og verzlun, skal eg ekki gjöra neina áætlun um.
Hún hlyti einuig að vera á „saudi bygð“. Eg vil að eins
taka það fram, að ef vér hefðum haft landbúnaðarkonsú-
lent á Bretlandi fyrir G árum síðan, þegar brezka innflutn-
ingsbannið kom, er eg sannfærður um, að það hefði ekki
steypt oss í önnur eins vandræði og orðið heíir raunin á.