Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 40
36
Ferð um Austurland.
Með bréfi, dags. 12. október 1900, fór herra amtmaður
lYill Briem þess á leit við Búnaðarfélag Islands, að það,
samkvæmt ósk amtsráðsins i Austuramtinu, sendi mauu til
þess að ferðast um Austurland (Múlasýslur) i þeim tilgangi
að leiðbeina i jarðabótum og vekja áhuga á þeim. Búnað-
arfélagið varð við þessari ósk amtsráðsins og ákvað að
senda mig í þessa ferð.
Eg lagði á stað frá Reykjavík 18. maímánaðar með
„Ceres“ til Austfjarða, og fór á land á Eáskrúðsfirði. Bað-
an hóf eg ferð mina um Múlasýslurnar. í Fáskrúðsfirðin-
um hafði eg stutta viðdvöl. Kom þar að Tungu til hrepp-
stjóra Páls Þorsteinssonar. Tunga er ein af beztu jörðun-
um þar í firðinum, enda er búið vel á þeirri jörð. Túnið
er stórt og getur tekið miklum bótum. Eyrir utau og neð-
an bæinn er nes allstórt. Þar mætti koma á vatnsveitingu í
miklu stærri stfl en nú er. Frá Tungu fór eg yfir Itein-
dalsheiði í Breiödal og léði Páll mér fylgd yfir heiðiua. í
Breiðdal kom ég að Gilsá til hreppstjóra Páls Benidiktsson-
ar og Gilsárstekk til Arna Jónssonar, sem er formaður búu-
aðarfélags Breiðdælinga. Sonur haus, Guðmundur, ungur
maður og ötull, lærði búfræði fyrir nokkurum árum á Eiðum,
en fór siðan að Ólafsdal til að læra plægingu. Hefir hanu
keypt sér plóg og herfi og notað þessi verkfæri í þjónustu
búnaðarfélagsins þar í sveitinni. í>eir feðgar hafa gjört
töluverðar jarðarbætur, einkum túnasléttu og eru þær slótt-
ur óvanalega vel gjörðar.
Þegar eg kom í Breiðdal, stóð svo á, að daginn eftir
átti að verða aldamótasamkoma að Eydölum. Þetta tæki-
færi notaði eg til þess að hitta ýmsa menn að máli, og svo
auðvitað um leið til þess að heyra og sjá það sem þar fór
fram. Hátíðin stóð yfir 23. maí, og sóttu hana um 300
manns, flest Breiðdælir, og nokkurir menn úr nálægum fjörð-
um. Hátíðarhaldið tókst mjög vel, enda var veður hið bezta.