Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 90
82
inn að vaxa melur og aunað fleira. Hrauuið er orðið eina
kouar saudvör/lugarður fyrir Galtalækjartúui. Það lýtur
svo út, sem hörðustu sandbyljirnir af þessu svæði séu um
garð gengnir. Hætíau er þó alls ekki umliðin enu. Saud-
urinn heíir færst ofan yfir efri hluta bygðarinnar og eytt
þar að fullu 19 hæjum (sbr. árbók Fornleifafélagsins 1898),
og þar að auki hafa 13 bæir verið færðir vegna sandfoks.
Bæirnir lögðust flestir í eyði á -síðustu öld. Sandurinn er
komiun oíán á milli bæjanna austan og sunnan við Skarðs-
fjall, og liggur þar í öldum og hólum eða flötum breiðum,
sem smásaman færast lengra og lengra suður á við. Iiing-
að og þangað étur hann geilar í jarðvegiuu, og þær eru
sumstaðar meira en mannhæð á dýpt, þar sem þær eru
dýpstar; það fer eftir því, hve langt er ofan á grjót eða
rakt leirlag. Þessar geilar, sem almennt eru kallaðar „gár-
ar“, stækka stöðugt bæði að breidd og lengd, ef ekkert er
við þvi gjört.
Austan til á Landinu eru tvær sandöldur; sú eystri
liggur yfir Tjörfastaði, hin liggur frá Stóra-Klofa og suður
ytir Stóruvelli, sem komnir eru i eyði, en hafa verið reistir
annarsstaðar í landareigninni. JÞessi Stóruv.allaalda er yfir
1000 fáðmar á lengd frá upptökum sínutn fyrir oíau Stóra-
Klofa, og um 160 faðmar á breidd, þar sem hún er breið-
ust. Tjörvastaðaaldan er nokkru minui. Báðar þessar sand-
öldur stefua suður yfir Landsveit og Holt. Minni sandalda
er fyrir norðan Skarð og stefnir þar á túnið.
Stærstu sandgeilaruar eru Galtalækjargári, Skarðsels-
gári, Túngári og Búhólsheiðargári. Þeir tveir síðast nefndu
eru báðir við túnið í Hvammi.
Eyjólfur hefir hagað heftingu sandsins og græðslu mest-
megnis á þann .liátt, að hlaða grjótgarða, einn eða fleiri,
þvert yfir geilarnar milli grasbakkanna. Eyrsta garðinn
venjulega við mynni geilarinnar, og þá fleiri sunnar, eftir
því sein houum hefir þótt þuríá. Garðarnir eru misjafnlega
háir, frá 3 fetum og alt upp að 6 fetum. Þeir eru að mestu
einhlaðnir úr hrauugrjóti. Afleiðingiu af þessum görðum er