Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 11
13 Ú NAÐARRIT
7
jnikla nákvæmni hans og gjörhyggli. Ég liygg, að þrátt
fyrir 16 ára kennslu, þá hafi hann þó búið sig undir
hverja kennslustund. Hann lagði efnið svo Ijóst fyrir,
að nemendur hans fylgdust mjög vel með, ef þeir á
annað horð gátu lært. Hann hélt sér alveg við þau efni,
sem lcenna skyldi, en liafði það svo vel á valdi sínu,
vegna meðfæddra hæfileika og þess, hversu vel hann
hjó sig undir kennslustundir, að kennsla hans varð
sérlega Ijós og lifandi. Enda var Þórir mjög vinsæll
af nemendum sínum. Þeir báru undantekningarlaust
virðingu fyrir honum, báru mikið traust til þess lær-
dóms og þess öryggis, sem alltaf var að finna, ef til
lians var leitað. Þórir skipti sér hinsvegar fremur lítið
af öðru en sínum námsgreinum. Þórir lagði aldrei til
annara mála en þeirra, sem hann hafði krufið svo til
mergjar, að hann þóttist fullviss um að segja það eitt,
sem staðist gæti alla gagnrýni.
Búnaðarfélag íslands hóf útgáfu búfræðirita árið
1927. Skyldi sú bókaútgáfa miða að því tvennu, að fá
kennslubækur fyrir bændaskólana og vera jafnframt
nokkurskonar handbækur fyrir bændur. Þórir samdi
tvær bækur í þetta safn. Efnafræði, sem var gefin út
1927, og Liffærafræði, gefin út 1929. Bækur þessar hafa
sömu lcosti og kennsla Þóris. Efnið er lagt fyrir útúr-
dúralaust og án umbúða og mjög slcýrt. Þær eru mjög
áreiðanlegar, samdar eftir beztu kennslubókum á Norð-
urlöndum þá um þessi efni. Eru það tvímælalaust beztu
ínnlendu kennsluhækurnar, sem út hafa komið fyrir
bændaskólana. Áður varð að mestu að notast við er-
lendar bækur eða skrifuð handrit kennaranna, sem
hvorttveggja var mjög óhentugt og var þess vegna hin
mest þörf íslenzkra kennslubóka i þessum námsgrein-
um.
Þótt kennsla og samning kennslubóka megi með
réttu teljast aðalstörl' Þóris Guðmundssonar, þá verður
þó lengi bundið við nafn hans annað viðfangsefni,