Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 12
8
B Ú N A Ð A R R I T
önnur störf, þar sem liann gerðist brautryðjandi í ís-
lenzkri búfræði og búvísindum.
Búnaðarfélag íslands veitti Þóri nokkurn styrk, þeg-
ar hann var að ljúka námi við Landbúnaðarháskólann,
til þess að kynna sér fóðrunartilraunir í Danmörku og.
Svíþjóð. Halldór Vilhjálmsson mun hafa átt l'rumkvæði
að því að Þórir fékk þann styrk. Halldór hafði mjög
mikinn áhuga fyrir því máli, og lét iðulega gera ýmsar
athuganir og tilraunir um fóðrun á Hvanneyri, en
skipulegar fóðrunartilraunir voru ekki framkvæmdar
þar til þess tíma.
Árið 1921 réðst Þórir í þjónustu Búnaðarfélags ís-
lands sem forstöðumaður fóðrunartilrauna, sem félagið
byrjaði þá að framkvæma. Þórir hafði síðan starf
þetta með höndum, óslitið þar til hann lézt.
Tilraunir þessar voru fyrst og fremst gerðar á Hvann-
eyri, enda var auðveldast fyrir Þóri að hafa daglcgt
eftirlit með þeim þar. En auk þess voru þær gerðar
á nokkrum bæjum öðrum í Borgarfirði og víðar.
Fóðrunartilraunir voru gerðar með bæði sauðfé og
nautgripi. Þórir hefir birt alhnargar skýrslur um
þessar tilraunir. í fyrstu í Búnaðarritinu, en síðan sér-
stakar í skýrsluútgáfu Búnaðarfélagsins.
Þórir var ágætur stærðfræðingur og mjög nákvæmur
og athugull. Þessir eiginleikar, ásamt hans miklu sam-
vizkusemi við öll störf, gerðu að verkum að hann var
ágætlega vel fallinn til slíkra rannsókna. Hann fylgd-
isl stöðugt með því, sem gerðist i þessum greinum í
nágrannalöndum okkar. Má þess vegna hiklaust full-
yrða, að Þórir Guðmundsson var lang hezt að sér allra
íslendinga í öllu, er snerti íóðurrannsóknir og fóðr-
unartilraunir búfjár. Hamr gerði sér far urn að hafa
sem nánasta og bezta samvinnu við tilraunaverðina.
Er mér það kunnugt af eigin raun, því að ég var fjár-
maður á Hvanneyri, þegar Þórir hóf tilraunir sínar
þar um 1920. Ég var þess vegna tilraunavörður hans