Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 13
BÚNAÐARRIT
9'
þar. Hann heimtaði í'ulla nákvæmni og reglusemi, en
tók fullt tillit til þess, sem tilraunaverðirnir, þótt
ólærðir væru, lögðu til málanna, og fór hann oft eftir
tillögum þeirra um ýms framkvæmdaratriði. Þótt erfitt
sé að gera það upp, hvaða árangur hafi náðst af þess-
ari starfsemi, þá er þó óhætt að fullyrða, að hann er
mikill, þegar tillit er tekið til hversu óhæga aðstöðu
Þórir hafði við tilraunastarfsemi sína og hversu litlu
fé var til hennar varið. Þórir Guðmundsson er tvi-
mælalaust brautryðjandi á þessu sviði íslenzkra bú-
vísinda.
Þegar ákveðið var með lögum að stofna Rannsókn-
arstofnun í þarfir atvinnuveganna við Háskóla íslands
(Atvinnudeildina), var svo ákveðið að einn aðalstarfs-
maðurinn við landbúnaðardeildina skyldi hafa fóður-
rannsóknir og fóðrunartilraunir með höndum. Þórir
Guðmundsson var eini maðurinn, sem hafði þekkingu
og reynslu í þessum efnum hérlendis. Hann var þess
vegna sjálfkjörinn til þess starfs. Enda var liann í árs-
byrjun 1937 skipaður til þess að gegna slíkum störfum
og skönnnu síðar var hann skipaður deildarstjóri
landbúnaðardeildarinnar. Veturinn 1936—1937 og að
* nokkru leyti næstu vetur áður, vann Þórir að nýrri
grein þessara mála. Þá lióf hann meltanleikarann-
sóknir íslenzkra fóðurtegunda, framkvæmdar eftir full-
komnustu og beztu aðferðum, sem nú eru notaðar
erlendis, sem hann hafði þá kynnt sér í Svíþjóð og
Danmörku.
Þóri entist ekki aldur til þess að skila iniklu starfi
í þágu íslenzks landbúnaðar við hina nýju vísinda-
stofnun. Hann lézt 20. júní, fertugur að aldri, áður en
Atvinnudeildin var formlega tekin til starfa. En með
16 ára starfi liefir hann lagt þann grundvöll að fóður-
rannsóknum og fóðrunartilraunum, sem þeir, er við
taka, verða að byggja störf sín á.
Enn er enginn maður seztur í hið auða sæti Þóris.