Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 24
18
BÚNAÐARRIT
Bjarkir, leiðarvísir í trjárækt og blómarækt, Reykja-
vík 1914.
Rósir, leiðarvísir í ræktun inniblóma, Rvík 1931.
Allar eru bækur Einars ijóst og greinilega skrifað-
ar. Þar eru taldar allar jurtir, sem reynt hafði verið
að rækta hér á landi, og umsögnin að mestu hyggð á
innlendri reynslu, þó með hliðsjón af ræktun erlendis
þar sem reynslan var meiri. Þessar bækur taka fram
öllum áður útkomnum garðyrkjubókum. Hér er safn-
að i eina heild því sem vitað er um garðyrkju hér á
iandi, þá bælairnar voru skrifaðar. Þær voru því mik-
ilsverður leiðarvísir fyrir alla þá, sem eitthvað fást
við garðyrkju hér á landi. Margt af því, sem í bókun-
um stendur, hefir varanlegt gildi.
Garðyrkjubækur E. H. gefa heildarmynd af garð-
yrkju þeirra tíma, sem þær eru skrifaðar á. Þar er safn-
að saman eldri og yngri reynslu og með því er lagður
grundvöllur að áframhaldandi starfi.
Nú hafa verið nefnd að nokkru þau störf, sem E.
H. innti af hendi fyrir Búnaðarfélag íslands. Það sem
sagt er um ritstörfin er þó æfistarf. Eftir er að tala
um starf hans í þágu Hins islenzka garðyrkjufélags.
Einar Helgason er í raun og veru sonur Garðyrkju-
félagsins. Árið 1890 kom hann í þjónustu aðal-
stofnanda félagsins og formanns, Schierbecks land-
læknis. Félagið var þá á barnsaldri, stofnað 1885, fá-
tækt og mátti sín lítils. En formaðurinn var með eld-
heitum áhuga, sá hver verkefni voru fyrir höndurn, og
til þess að nokkuð yrði af framkvæmdum þyrfti það
að fá forustumann með þekkingu og dug. Val hans
féll á E. H., sem hann hvatti til utanfarar og útveg-
aði lítilsháttar styrk.
Þá Einar kom heim frá námi 1898 var Schierbeck
landlæknir horfinn af landi hrott, en Þórhallur Bjarn-
arson hiskup orðinn formaður hins islenzka garðyrkju-
félags. Hann varð einnig forseti Búnaðarfélags íslands