Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 26
20
B ÍJ N A }) A R R I T
leiðai’, að í'arið var að halda garðyrkjusýningar í
Reykjavík og var það mjög til að vekja áhuga fyrir
garðræktinni.
Hin stærsta og myndarlegasta af þessum sýningum
var haldin í Reykjavík haustið 1935. Hún sýndi glæsi-
legar framfarir garðyrkjunnar, meiri en menn í draum-
sýn höfðu séð áður. Þetta var eitt af síðustu störfum
Einars. Skömmu síðar lézt hann.
Nú hefir fljótlega verið litið á æfiferil Einars Helga-
sonar og störf hans. Fyrir oss samtíðarmönnum hans
stendur Einar sem glæsimenni, þrekmikill, glaður,
hreinskilinn, vinfastur og trúr við sínar hugsjónir, boð-
inn og búinn til að leysa vandamál allra sem hans leit-
uðu, ef þess var kostur. Þessir eiginleikar gerðu það,
að Einar var mjög vinsæll og naut hinnar mestu til-
trúar hjá æðri sem lægri. Hann var af góðu bergi brot-
inn og ólst upp á góðu sveitaheimili. Honum auðnaðist
að afla sér allmikillar menntunar og var brautryðjandi
í sinni aðal fræðigrein, garðyrkjunni.
Einar átti ágætis konu, Kristínu Guðmundsdóttur
frá Þorfinnsstöðum í Önundarfirði, sem studdi hann
mjög i starfi hans. Þau giftust 1906. Þau áttu einn son,
Eirík, sem stundað hefir húsbyggingafræði í Þýzka-
landi, og starfar nú í þeirri grein í Reykjavík. Heimili
þeirra hjóna var fyrirmynd og margir minnast þeirr-
ar gestrisni og undaðsstunda, er þeir nutu þar á heim-
ilinu.
Að loknu námi var Einar meðstarfsmaður þeirra, sem
þá höfðu forystuna í búnaðarmálum lands vors. Á
þessu tímabili, sem hér um ræðir, urðu breytingar og
byltingar í búnaðannálum vorum. Eftir aldalanga
kyrrstöðu komu ný verkefni til sögunnar. Menn eru
að þreifa í'yrir sér hvað gera eigi og hvað gera megi
búnaði vorum til umbóta. Allt er í bernsku og margs
þarf að gæta. Lengst voru þeir samverkamenn Sig-
urður Sigurðsson ráðunautur og Einai'. Betri menn og