Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 28
22
BÚNAÐARRIT
Má þar til nefna blóma-, runna- og trjárækt, sem mjög
hefir færst í aukana, og í sainbandi við þetta hefir
verið komið upp stærri og minni skrúðgörðum. Flestir
eru þessir garðar í bæjunum, einkum Reykjavík og á
Akureyri, en þeir sjást einnig til og frá um allar
sveitir landsins. Margt er á byrjunarstigi, en vísirinn
er kominn og hann lofar áframhaldandi starfi.
Þá má að síðustu nefna, að á þessu tímabili hefir
jarðhitinn verið tekinn í þjónustu garðyrkjunnar meira
en áður. Vermireitir hafa verið lagðir þar, og annars-
staðar víðsvegar um land. Þeir voru lítt lcunnir áður,
en hafa stutt mjög að aukinni garðyrkju. Þá má nelna
byggiugu gróðrarskála, sem á síðustu árum er komin
til sögunnar. Flestir þeirra eru við hveri og laugar,
en aðrir hitaðir með kolum eða rafmagni. Gróðrar-
skálaræktin myndar nýlt tímabil í sögu garðyrkjunnar
hér á landi, og getur veitt allmörgum garðyrkjumönn-
um lífsframfæri og skapar möguleika til ræktunar
fjölda jurta, sem áður var talið að alls eigi myndu
geta þrifist hér á landi.
Af framangreindu er Ijóst, að garðyrkja vor og
garðyrkjumál hafa á þessari öld tekið miklum breyt-
ingum, meir en hinum bjartsýnustu mönnum í þeim
efnum nokkru sinni hefir komið til hugar. Um alda-
mótin erum vér fákunnandi. Einn garðyrkjumaður
kemur þá til sögunnar. Fyrst um sinn fær hann eigi
að nota nema lítið eitt af starfskröftum sínum í þarfir
garðyrkjunnar, aðeins síðustu árin fær hann að vinna
óskiptur að viðreisn hennar.
Breytingin er mikil, starf Einars Helgasonar hefir
frekar en nokkuð annað, beint og óbeint, hrundið
þessu af stað. Þess vegna mun hans ætíð minnst scm
eins af frumherjum garðyrkjunnar hér á landi.