Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 29
Um mæðiveiki.
Eftir Guðm. Gíslason lækni.
Lýsing og einkenni sjúkdómsins.
Mæðiveiki, „Deildartunguveiki“, er sauðfjársjúk-
dómur, sem er, að svo miklu leyti sem þekkt er, ein-
göngu bundinn við lungu kindarinnar. Orsökin er
ekki þekkt, en á núverandi stigi rannsóknanna er talið
líldegast, að sjúkdómurinn stafi af örsmáum sýklum
(virus), sem eru svo smáir, að þeir sjást ekki í smá-
sjá við stærstu stækkun.
Sjúkdómurinn berst beint frá einni kind til annar-
ar, aðallega þar sem fé hefir náinn samgang, svo sem
í réttum og í húsum. Frískar kindur anda að sér úða
og froðu frá nösum sjúkra kinda og taka á þann veg
smitið. Ekki er hægt að fortaka það, að einstalca kind
smitist án þess að vera með sjúkri kind í rétt eða húsi,
t. d. í haga, en það verður að teljast aðeins tilviljun,
ef slíkt ber við. Við varnir á „ósýktum svæðum“ verð-
ur þó fullkomlega að taka tillit til þessa möguleika.
Meðgöngutími. 1 Borgarfirði og norðanlands hefir
víða verið hægt með sterkum líkurn að rekja smitið
frá réttunum, eða frá einstökum kindum, sem komu
sjúkar í frískan fjárhóp. Sú reynsla hefir fengizt, að
það líða 6—8 mánuðir frá þvi, að fyrsta kindin sýkist,
þangað til að hópurinn í húsinu, sem hún var í, er
gegnsýktiir. Oft verður alllangt hlé á sýkingunni, og
er sjaldan hægt að gera sér verulega glögga grein fyrir