Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 31
B Ú N A Ð A R R I T
25
hósta. Þó geta þessar hóstahviður stundum staðið all-
lengi.
Vökvi úr nösum. Ef komið er að kindum með hægð
að morgni dags, sést eftir nóttina, á þeim, sem byrjað-
ar eru að sýkjast, hvít froða við nasir, sem þær sleikja
síðan von bráðar af. Oft fer allsnemma að bera á nasa-
rennsli. Ef sjúku kindinni er lyft upp að aftan stund-
arkorn, drýpur ljósleitur, þunnur vökvi úr nösunum.
Þegar veikin er á hærra stigi, kemur strax talsverð
gusa af þessum vökva og hvít froða með. Þetta ein-
kenni kemur oft eins snemma og hægt er að finna
skemmdina við hlustun.
Nasahrygla heyrist oft með köflum í sjúka fénu;
venjulega fyrst þegar veikin er komin all-langt. Slík
hrygla hverfur oft alveg eftir hóstahviðu.
Hlusiun. 1 lungunum heyrist sérkennilegt hljóð,
líkt og kraumi í graut. Þegar skemmdin er mikil, heyr-
ist þetta hljóð yfir allt lungað, en í byrjun á takmark-
aðri svæðum, þeim er næst liggja skemmdinni.
Mreði. Auk þess sem fyrr er sagt um úlit sjúku kind-
arinnar, skal þess getið, að talning á öndunartíðni
getur stundum hjálpað við að ákveða sjúkdóminn, en
mikla nákvæmni þarf að hafa við talninguna, þar sem
öndunin breytist mjög í heilbrigðum kindum við smá-
vægileg utanaðkomandi áhrif eða styggð. Heilbrigð
kind, sem er róleg og vel hvíld, andar um það bil
20—25 sinnum á hverri mínútu, en mæðiveikt fé hefir
undir samskonar skilyrðum komizt upp í 70—80 skipti
ú mínútu. Eins og gefur að skilja er þetta einkenni
lítils virði eitt út af fyrir sig, þar sem það á lika við
aðra lungnasjúkdóma.
Iliti. Ekki hafa fundizt neinar verulegar breytingar
á líkamshita hjá mæðiveiku fé, þrátt fyrir það, að
nnkið hefir verið framkvæmt af hitamælingum.
Matarlgst er yfirleitt góð hjá fénu, þótt veikin sé
komin a hátt stig, en mótstaða er grcinilega minnkuð