Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 38
32
B U N A « A R R I T
lega sköminum tínia, en síðar fer mæðiveikin að koma
fram í fénu meira og minna hrein.
Eins og gefur að skilja er oft ekki hægt að bíða
lengi eftir reynslunni. Þá er engin önnur leið til en
slátra þeim kindum, sem líldegast þykir, að kynnu að
hafa mæðiveiki og láta fara fram nákvæma rannsókn
á lungunum. Einkenni, sem í þessum tilfellum er rétt
að hafa fyrst og fremst í huga, eru:
1) Útlit kindarinnar, hvernig hún stendur og andar.
2) Hvort hægt er að hella vökva eða froðu fram úr
nösunum með því að lyfta kindinni að aftan, og loks
3) nákvæm hlustun, ef viðkomandi er vanur að
greina hin sérkennilegu hljóð, sein oft heyrast frá
lungum mæðiveikra kinda.
Um línuritin.
Frá því í fyrra haust hafa borizt lausar fréttir um
það frá einstökum bæjum í Reykholtsdal, að fjárdauð-
inn af völdum mæðiveikinnar væri mjög í rénum á
þeim bæjum, þar sem veikin kom fyrst fram. Enn á-
kveðnari voru þessar raddir nú í haust, þegar það
sýndi sig, að hlutfallslega miklu fleira fé kom frískt
af fjallinu en menn liöfðu átt að venjast undanfarin
ár. Slikar fréttir hlutu að vekja þær spurningar, livort
þessir bæir væru loks að yfirvinna veikina, eða hvorf
þetta væri aðeins hráðabirgða hlé.
Það var þó fyrst nú í aprílmánuði, að ég fékk tæki-
færi til þess að athuga ástandið á nokkrum þessara
bæja. Eins og gefur að skilja var víða allmiklum erf-
iðleikum bundið að fá nákvæmar upplýsingar um fjár-
dauðann fyrstu árin, og hve mikið hafði farizt eða ver-
ið skorið sjúkt af mæðiveiki á hverri árstíð þrjú und-
anfarin ár. Margir bændur höfðu þó eitthvað skrifað
hjá sér um slíkt, og með því að rifja upp í næði ásamt
bóndanum, fjármanni og öðru heimilisfólki það, sem
á vantaði, tókst að fá allsæmilegar upplýsingar á rúm-