Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 39
BÚNAÐARRIT
33
lega 10 bæjum, þar seni veikin hefir verið einna lengst.
JErfiðast var að fá greint vel á milli þess, sem dó að
vori og hins, sem fórst að vetrinum, þótt vitað væri,
hve mikið liafði fallið allan tímann. Þrátt fyrir þetta
held ég elcki, að hér sé um skekkjur að ræða, sem máli
skipta, en ekki kom til nokkurra mála, að liægt væri að
fá nákvæmari upplýsingar t. d. um dauðatöluna á
hverjum mánuði.
I línuritum þeim, sem hér fylgja með, er reynt að
gefa sem bezt yfirlit um dauðatöluna og fjárstofninn
á hverjum hæ, frá því áður en veikin byrjaði og þar
til nú. Hverju ári er á línuritum þessum skipt í 4 hluta:
Vetur (ve), vor (vo), sumar (s) og liaust (h), þannig
að hver árstíð er talin 3 mánuðir. Veturinn nær þá
yfir des., jan. og febr. Vorið yfir marz, apríl, maí
o. s. í'rv.
Linuritin ná yí'ir eftirtalda bæi:
Klett, Geirshlíð, Snældubeinsstaði, Grímsstaði,
Kjalvararstaði, Sturlu-Reyki, Gróf, Skáney, Kópareyki,
Deildartungu, alla í Reykholtsdal, Stóra-Ás i Hálsa-
sveit og Gilsbakka í Hvítársíðu.
í linuritunum, sem merkt eru með A, er sýnt, hve
margar kindur hafa farizt á hverri árstíð, eða verið
slátrað sjúkum. Sumt féð drapst úr lungnapest eftir
að hafa gengið eitthvað með mæðiveiki, og líklegt er,
að eitthvað af fénu liafi farizt á annan hátt, t. d. er
það fé, sem vantaði af fjalli og aldrei spurðist til, talið
hér með í dauðatölu sumarsins. Samt er ekki ástæða til
þess að ætla, að dauði af öðrum orsökum breyti neitt
verulega útkomunni. Sumt það fé, sem aldrei kom fram,
var veikt áður en því var sleppt að vorinu, sumt fannst
dautt, eða var skorið í rekstrum, og var þá eftir lýs-
ingum bændanna að dæma yfirleitt meira og minna
um hreina mæðiveiki að ræða. Loks er það ekki
reynsla undanfarinna ára, að neitt verulegt af full-
orðnu fé vanti af fjalli. Þá ber og að athuga, að dauða-
Frli. hls. K