Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 62
56
li Ú NAÐARIII T
inum aí'tur, og scu þá valin til þess gimbralömb undant
hrausta hrútnum og þeim hluta ánna, sem bezt hafa
reynzt.
Á einstöku bæjum, þar sem fyrirfram er vitað um
mótstöðu eða mótstöðuleysi fjárins, t. d. að féð sé
komið af viðkvæmu Gottorpskyni eða sterku Aðal-
bólsfé, koma til greina sérstakar ráðstafanir.
Mikill hluti af þeim bændum, sem búa á hinum svo-
kölluðu „grunuðu svæðum“, hafa væntanlega ekki enn
fengið mæðiveikismitun í fé sitt. Þess má vænta, að
margir þeirra vildu leggja á sig allmikið aukastarf til
þess að verja féð, jafnvel þótt ekki væri um nema eins
eða fárra ára frest að ræða.
Á Hrisum í Flókadal hefir tekizt að verjast veik-
inni. Bærinn stendur efst í dalnum. Bóndinn smalar
fyrir fyrstu réttir á haustin og nær þannig mestum
hluta fjár síns. Til rétta koma aðeins fáar kindur, sem
ekki eru teknar heim. Féð á nærliggjandi bæjum hefir
haft sýkina síðustu tvö árin. Allan þann tíma liefir svo
hundruðum skiptir af sjúku fé gengið saman við féð
á Hrísum, en ekki komið að sök. Mest hefir þó veri5
um samgang við féð á næsta bæ, sem heitir Hæll. Bænd-
urnir á Hæli og Hrísum hafa haft þá reglu síðustu tvö
árin, að ef kindur af hinum bænum lentu saman við
heimaféð í smölun, voru þær annaðhvort reknar úr
hópnum eða hýstar í hesthúsi. Sömu reglu hefir og
bóndinn á Hrísum haft við allt ókunnugt fé, sem þang-
að kom. Fyrir einu og hálfu ári komust tvær mæði-
veikar kindur inn í rétt með fénu á Hrísum, en voru
strax teknar burt. Ekki hefir komið fram nein sýking
frá þeim. Á bæ einum í Lundarreykjadal er til tals-
vert af fé frá Hrísum og hefir það tekið veikina. Hér
virðist því ekki vera um að ræða neina sérstaka mót-
stöðu í stofninum heldur verður að álíta, að heilbrigði
fjárins sé vörnunum að þakka.
Féð í Fljótstungu í Hvítársíðu er, að mestu leyti, í