Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 65
BUNAÐARRIT
59
veikinni. Þótt ég ætli ekki í þessari grein að í'ara neitt
frekar út í niðurskurðarmálið, álít ég þó skyldu mína
að benda á, að þótt það tækist með bezta árangri að
framkvæma algerðan niðurskurð og stöðva mæðiveik-
ina, en það tel ég mjög hæpið, þá er þó ekki þar með
öll sýkingarhætta um garð gengin. Samkvæmt athug-
unum Ásgeirs Einarssonar dýralæknis eru á Austur-
landi og í Þingeyjarsýslu fjársjúltdómar, sem ekki virð-
ist bera á annarsstaðar. Fyrir stuttu hafa og borizt
fréttir um nýjan sjúkdóm í fénu á Þverhamri í Breið-
dal í Suður-Múlasýslu. Fjárskipti í stórum stíl gætu
tvímælalaust orsakað dreifingu slíkra sjúkdóma, sér-
staklega þar sem ílutningar og breytt skilyrði myndu
væntanlega draga úr mótstöðu fjárins almennt.
Ef tækilegt reyndist að láta mæðiveikina hreinsa úr
fénu mótstöðuminnsta hluta þess, væri frekar ástæða
til þess að álíta að sá stofn, sem yxi upp af því, yrði
mótstöðumeiri gegn lungnakvillum yfirleitt.
Að lokum mætti lauslega minnast á útlenda reynslu.
Það hefir verið bent á það með sterkum likum, að
mæðiveiki sé sama veikin og fjársýki sú, sem í Suður-
Afríku er nefnd Jaagziekte eða skyld henni og eins að
samskonar veiki sé landlæg í fjárstofni fleiri landa
<Englands og Frakldands), án þess að nokkuð veru-
lega beri á henni. Áður fyrr hafði hún gert verulegan
skaða í Englandi, og margt bendir til, að sama sé að
segja um Suður-Afríku. Þar sem ekkert meðal er þekkt
við veikinni og engar stærri aðgerðir hafa verið fram-
lcvæmdar í þessum löndum, svo sem niðurskurður eða
«inangrun í stórum stíl, eru miklar líkur til þess, að
mótstaða fjárins í þessum löndum hafi vaxið og að það
sé ef til vill aðalorsökin fyrir stöðvun veikinnar.