Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 67
BÚNAÐARRIT
61
væri eftir við þessa sýningu. Helztu atriðin í þeim,
voru þessi:
1. Aðeins félög, s. s. hrossaræktarfélög, nautgripa-
ræktarfélög, o. s. frv., fá að sýna gripi.
2. Hvert félag sem þátt tekur í sýningunni, skal sýna
5 gripi, 1 karldýr og 4 kvendýr. Óheimilt er að
sýna fleiri eða færri dýr.
3. Þrenn verðlaun skulu veitt fyrir hverja búfjár-
tegund. I. verðlaun skulu vera 300 lcrónur, II. verð-
laun 200 krónur og III. verðlaun 100 krónur.
4. Þriggja manna dómnefnd skal dæma um hverja
búfjártegund. Ráðunautarnir í búfjárrækt skulu
sjálfkjörnir formenn dómnefnda, hver í sinni
búfjárgrein, en stjórn Búnaðarsambands Suður-
lands velur tvo meðdómendur í hverja dómnefnd.
Að öðru leyti, en hér hefir verið lýst, urðu dómnefnd-
irnar sjálfar að setja sér reglur til þess að dæma eftir.
Af hálfu Búnaðarsambands Suðurlands, var strax
ákveðið að nautgripir og hross skyldu sýnd, en aðrar
búfjártegundir ekki að þessu sinni.
Þessi sýning er að því leyti nýlunda, að það er í
fyrsta sinn, sem félög keppa innbirðis á sýningu hér,
og hvert félag sýnir ákveðna tölu úrvalsdýra. Á öll-
um búfjársýningum, sem áður hafa verið haldnar,
hafa einstakir menn sj'nt annað hvort einstaka gripi
eða hópa af gripum, þegar afkvæmasýningar hafa verið
lialdnar. Þessar hópsýningar milli félaga tíðkast viða
erlendis, þar sem lnifjárrækt er kornin lengra áleiðis
cn hér, og sýningarstarfsemi öll komin í fastari skorð-
ur og hefir traustari grundvöll að byggja á. Má þess
vegna vænta þess að slíkar sýningar verði haldnar hér
öðru hvoru frainvegis.
Þess skal getið, að sýslufélögin á sambandssvæði
Búnaðarsambands Suðurlands lögðu fé fram til sýning-
arinnar, samkvæmt ósk sambandsins og eftir þeim á-
kvæðum, sem sett eru í búfjárræktarlögum.