Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 76
70
BÚNAÐARRIT
verið send naut víða um land. Er vonandi, að öll kyn-
bótafélög á svæðinu sjái sér fært að taka þátt í næstu
héraðssýningu, og finni nauðsyn þess þótt fáum verð-
launum verði úthlutað.
í Búnaðarritinu frá 1906 er skýrt frá héraðssýning-
unni sem haldin var við Þjórsárbrú 14. júlí 1906, vildi
ég því að Búnaðarritið birti einnig nokkuð um þessa
sýningu.
Erfitt er að gera samanburð á þessum tveimur sýn-
ingum, en víst mun það að framför hefir orðið mikil á
þessum rúmum 30 árum. Um sýninguna 1906 er þess
getið að aðeins 5 naut hafa náð meirr aldri en 2ja ára
og aðeins 1 naut hafi náð 3% árs aldri, og er þess þá
getið, að enginn graðfoli sé til á svæðinu eldri en 5
vetra.
Þess er þegar getið, að á sýningunni 1906 fékk eitt
naut fyrstu verðlaun, og liefði því nauti verið dæmd
einkun, eftir þeim upplýsingum sem því fylgdu og eftir
þeim reglum, sem nú var farið eftir, þá hefði það hlotið
fyrir ætterni 7,2 stig, en aðeins eitt naut var lægra en
það nú á sýningunni eins og taflan ber með sér. Fyrir
útlit er ekki unnt að gefa því einkun enda eru ekki til
myndir frá þeirri sýningu.
Þessari grein fylgja nokkrar myndir1) og hefði ég
óskað að þær væru bæði fleiri og betri, en þótt svo sé
elcki vænti ég að þær bæti að nokkru úr þeirri vöntun,
sem hefir verið á myndum af islenzkum nautgripum,
og einnig vænli ég þess að þær geti orðið til nokkurs
stuðnings þeim er síðar kynnu að vilja bera þessa sýn-
ingu saman við sýningar er síðar kunna að verða
haldnar fyrir þetta sama svséði.
Um sýninguna 1906 er þess getið, að þar hafi mætt
um 1000 manns, en á sýninguna nú komu aðeins rúm
400, er þá um mikla afturför að ræða, og er illa farið
1) Allar myndirnar, sein fylgja greininni, tólc höf. á sýningunni.