Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 77
BÚNAÐARRIT
71
■ef mönnum er ekki ljóst hversu mikinn fróðleik má
«aekja á slikar sýningar. Giinnar Árnason_
III. Hrossasýningin.
Hrossasýning sú, er haldin var að Þjórsártúni 7. júlí
s.l., var að því leyti nýlunda, að þar kepptu hrossa-
ræktarfólög hvert við annað, með ákveðið stórum
hrossahóp hvert, 1 stóðhest og 4 hryssur, og skyldi
aðeins veita ein I., ein II. og ein III. verðlaun. Sýn-
ingin var lialdin í tilefni þess, að þá var Búnaðarsamb.
:Suðurlands 30 ára, og var svæðið, sem sótti til sýn-
ingar þessarar, því takmarkað við sambandssvæðið.
Fór og vel á því að auka afmælisfagnað sambandsins
með prýðilegri gripasýningu. Þó varð ekki komizt hjá
að sýningin minnti á, að Bsh. Suðurlands hafði ekki
fyrr látið til sín taka hrossaræktina á sambandssvæð-
inu og hafði þó starfað með miklum áhuga og um-
svifum að ýmsum öðrum velferðarmáluin þessara
héraða í þrjá tugi ára.
Sýningu þessari var fyrst og fremst ætlað að sýna
hvílíkur að væri hrossastofn þessara héraða nú, hvað
J>essi héruð hefðu unnið á í hrossaræktinni síðan
hrossaræktarfélögin hófu að starfa, hvaða sérkenni
hrossin bæru í hverju byggðarlagi og hverjir ættstuðl-
arnir virtust nú vænlegastir til framtímgunar.
Dómnefnd sýningarinnar skipuðu þeir Steingrímur
'Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, Guðmundur bóndi
Erlendsson, Núpi, og Sveinn bóndi Sveinsson, Hrafn-
kellsstöðum. Vegna forfalla gat ég ekki komið á sýn-
inguna, og segi því frá eftir upplýsingum frá Stein-
grimi Steinþórssyni og fyrri kynningu minni við
hrossin, sem sýnd voru. Skal ég nú lýsa hverjum hóp
að nokkru, eftir því sem þekking mín endist.