Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 79
B Ú N A Ð A R R I T
2. mynd. Harpa og Jörp á Ha'li.
Nr. 5(38. Stjarna, Stóranúpi, f. 1927, rauð, 133—-152—
16,5—23,0. For.: Nasi, nr. 88, og Vinda, Geldingaholti
vestara. I. verðl. 1933 og 1937.
Nr. 928. Harpa, Iiæli, f. 1931, rauð, 140—-154—17,0—
24,0. For.: Nasi, nr. 88, og Svala, Skarði. I. verðl. 1937.
Nr. 929. Litla-Jörp, Hæli, f. 1931, jörp, 140—163—17,0
-—23,0. For.: Nasi, nr. 88, og Núps-Jörp, Hæli. I. verðl.
1937.
Nr. 932. Lúða, Sandlækjarkoti, f. 1928, rauðskjótt,
139—160—17,0—23,0. For.: Nasi, nr. 88, og Skjóna,
Sandlækjarkoti. I. verðl. 1937.
Það er þá fyrst að segja af Nasa frá Skarði, að hann
var aldursforseti stóðhestanna á sýningunni — 20
vetra — og gekk þó til jafns við þá, sem yngri voru,
að glæsileik öllum, eins og ungur væri. Ég tel Nasa
einhvern hezta kynbótahest, sem ég hefi kynnst. Hann
hefir sameinað mikinn vöxt og þétta, þolna byggingu.