Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 89
B Ú N A Ð A R R I '1'
83
voru miklu betur byggð en liann, fríðari og stór-
vaxnari, og þessi munur var svo áberandi, að hann
hlaut lofsamlega I. verðlaun.
Á sýningunni að Þjórsáiitúni mætti hann með 4 dætr-
um sínum, og voru þær svo fríðar og föngulegar, að
Arakti athygli margra á sýningunni.
Alveg er víst, að ef dómnefndin á hrossasýningunni
liefði vitað af því l'rjálsræði sem dómnefndinni á naut-
gripasýningunni var veitt, að viðurkenna fleiri en einn
hóp með III. verðlaunum, þá hefðu hrossin úr Mýrdal
og Ölfusi fengið þá viðurkenningu.
VI. Hrossaræktarfélag Hraungerðishrepps.
Ivári frá Grímstungu, f. 1934, vindrauður, 144—152—
18,0—24,0 (þá 3 v.). For.: Eldur Grímstungu, nr. 153,
og Rauðka, Grímstungu. II. verðl. 1937 (þá 3. v.).
Nr. 945. Spóla, Skeggjastöðum, f. 1930, bleik, 137—
169—17,0—23,0. For.: Nasi nr. 88 og Fjóla, Skeggja-
stöðum. I. verðl. 1937.
Nr. 936. Röskva, Oddgeirshólum, f. 1932, jörp, 141—
161-—17,0—23,0. For.: Brúnn l'rá Berghyl, nr. 106, og
Toppa, Oddgeirshólum. I. verðl. 1937.
Nr. 946. Drifa, Brúnastöðum, f. 1930, grá, 139—160—
18,0—24,0. For.: Rauður og Rauðblesa, Brúnastöðum.
I. verðl. 1937.
Irpa, Uppsölum, f. 1932. Þá hryssu þekki ég ekki.
Kári var keyptur frá Grímstungu í Vatnsdal i fyrra
vor, þá 3 v. Faðir hans, Eldur í Grímstungu, er undan
Rauð á Þorgrimsstöðum á Vatnsnesi, undan Stjarna
í Hindisvík, en móðir Kára er Rauðka í Grímstungu.
Eldur í Grímstungu er mjög harður hestur og fríður,
og ágætlega byggður, og liefir l'cngið I. verðl. fyrir af-
kvæmi. Kári er stærri hestur en faðir hans og bregður
um það til móður sinnar, en um byggingu og skapgerð
likist hann meira föður sínum, og um yfirbragð og