Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 91
B Ú N A Ð A R R I T
85
að fáir sona hans bregðast að reið né dugi. — Sýning
var haldin á afkvæmum hans 1933. Nú er Hrossarækt-
ari'él. Rangárvalla litið, og briið að selja nokkra fola
undan honum, svo að hrossafæðin krafði þess, að þaul-
smalað væri allt félagssvæðið af afkvæmum hans, svo
að hægt væri að halda sýninguna. Kom þá í ljós, að
liestarnir voru 26, en hrvssurnar 9, og er þetta svo enn,
að hestar fæðast miklu fleiri undan honum en hryssur,
og eru yfirleitt miklu gjörfulegri en hryssurnar, eink-
um hafa þeir hetri fótabyggingu. Ég heí'i tekið ])etta
fram vegna þess, að ég held, að þetta sé ástæða þess,
að með Skúm voru aðeins sýndar tvær dætur hans, svo
margir fallegir og góðir hestar, sem hafa komið undan
honum.
Hryssurnar, sem sýndar voru með Skúm, eru allar
fallegar og gæðalegar, en tveimur þeirra er dálitið á-
fátt um fótabyggingu, og fengu því ekki I. verðl. 1937.
VIII. Hrossaræktarfélagið Atli, Ásahreppi.
Nr. 163. Hugleikur frá Hólum, f. 1932, brúnn, 134—
150—17,5—24,0 (þá 5 v.). For.: Bráinn frá Dilksnesi,
nr. 144, og Fluga, Hólum í Hornafirði.
Hugleikur er Hornfirðingur í báðar ættir. Bráinn föð-
ur hans hefi ég áður lýst. Fluga móðir hans er mjög
fjörhörð, fríð, réttvaxin, en grannbyggð, og likist Hug-
leikur meira í móðurætt. Þó er hann svo réttvaxinn
og fínbyggður, að ég held hann dugandi hest, og létt-
leiki hans er fram úr skarandi.
Næsti hestur, sem Atli notaði á undan honum, var
Fengur frá Lunansholti. Hann var fríður hestur og
mikill, en heldur feitlaginn. Margt barna hans líkist
lionum að þessu. Dætur hans, sem sýndar voru með
Hugleik, mynduðu því ekki samstæða heild með stóð-
hestinum, þó virðist nú sem þessi blöndun ætli að
gefast vel.