Búnaðarrit - 01.01.1938, Qupperneq 98
92
B U N A Ð A R R I T
II. Stokkhólmaætt.
1. Nr. 135, Móri, Stokkhólma, f. 1925. — Stokkhólma
1931: Móbrúnn, 138—148—18,0—24,0. — Foiv
Rauður, Stokkhólma, undan Miklabæjarrauð, nr..
47, og Brúnstjarna, Stokkhólma. — Eig. Sigurður
Einarsson, Stokkhólma. — I. verðl. 1931, 34 og 38..
II. verðl. fyrir afkvæmi 1938.
Móri er fríður liestur og harður, vel reistur, rétt-
vaxinn, heldur bolþykkur, fætur réttir og traustir..
Hann hefir lítið verið taminn nema til dráttar,
en til þess er hann skörungur. Afkvæmi hans eru
yfirleitt fríð, harðleg og réttvaxin, en mörg þeirra
hafa betri byggingu fram en aftur.
2. Nr. 152, Jarpur frá Stokkhólma, f. 1923. — Auð-
kúlurétt 1934: Jarpur, 138—155—17,0—24,0. —
Ætt: Frá Stokkhólma. — Eig. Hrossaræktarfélag
Svínavatnshrepps. I. verðl. 1934 og 38. II. verðl.
fyrir afkvæmi 1938.
Jarpur er harðlyndur hestur og vel byggður,
og gefur svo góða raun sem kynbótahestur, að
litlu munaði að hann fengi I. verðl. Hann gefur
meiri stærð og þroska en Móri frændi hans, sem
gæti verið af því að afkvæmi hans hafa betri beiti-
lönd en afkvæmi Móra. Jarpur hefir ekki verið
taminn, en svipurinn bendir til að hann hafi nóg.
fjör.
3. Nr. 179, Glaður, Rútsstöðum, f. 1933. — Auðkúlu-
rétl 1938: Brúnn 137—154—17,0—23,0. — For.
Jarpur frá Stokkhólma, nr. 152 og Hrefna, Rúts-
stöðum. Eig. Sigurjón Oddsson, Rútsstöðum. —
I. verðl. 1938.
Glaður hefir létta, mjúka reiðhestsbyggingu og.
mýkri lund en frændur hans, sem nú voru taldir..
Þó er ættarmótið augljóst, einkum á höfuðburði
og hreyfingum. Glaður er enn ótaminn og því ó-