Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 101
BÚNABARR I T
95-
Þetta úrval styður Valdimar með því að ala ung-
viðið svo upp að það fái notið eðlilegs þroska.
Fyrir þessi álitlegu börn sin lilaut Gylfi I. verðlaun.
2. Nr. 175, Rauður, Enni, f. 1931. — Höskuldsstöðum
1938: Rauður, 138—161—19,0—26,0. — For. Fifill,
Hrossaræktarfél. Engihlíðarhrepps, frá Heiði, og
Jörp, Enni. — Eig. Þorsteinn Sigurðsson, Enni
— I. verðl. 1938.
Fifill, faðir Rauðs, var sýndur á Garði 1925 og
Kaganarhóli 1928. Var mikill hestur og myndar-
legur, en afturfætur dálítið skakkir. Hann var þá
sagður af þessari gömlu Heiðarætt, sem mjög var
róxnuð um skeið. Rauður á Enni er myndarhestur
og garpur til vinnu, en heldur grófbyggður. Þó er
það ekki meira en svo að hann er prýðilegur
gripur.
3. Nr. 176, Logi, Holtastöðum, f. 1931. — Höskulds-
stöðum 1938: Rauður 138—157—19,0—25,0. —
For. Bleikur, Hrossaræktarfél. Engihlíðarhrepps
og Skessa, Holtastöðum. — Eig. Jónatan Lindal,
Holtastöðum. — I. verðl. 1938.
Logi er friður hestur og reistur, bolurinn sívalur
og réttur og góð fótabygging. Töluvert ættarmót virð-
ist með honum og Vallaneshrossunum.
Ekki þekki ég af eigin sjón framætt þessara hrossa,
Heiðarættina, en margir eldri Skagfirðingar hafa sagt
mér af henni og hrósað henni miltið, og öllum sein
muna ættmóðurina, Heiðar-Bleik, bregða henni við að
fegurð og gæðum, svo sem bezt má verða. — Ef ég
mætti álykta svo, að það sem er sameiginlegt með Loga
á Holtastöðum og Vallaneshrossunum væri þeim runn-
ið frá Heiðarættinni, af því að skyldleiki þeirra er að-
eins gegnum hana, þá hefir hún verið frið, þéttbyggð
og þolin og haft mikla kosti sem reiðhross. — Þessi
stofn er mjög glæsilegur og þyrfti að fá að gróa út,
svo áhrifa hans gætti mikiö og viða.