Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 103
BÍTNAÐARRIT
97
Gráni er fríður hestur, reistur, rétt vaxinn og
harður. Byggingin þétt og þolsleg.
'2. Nr. 180, Svalur, Guðlaugsstöðum, f. 1933. — Auð-
kúlurétt 1938. Grár, 137—160—18,0—24,0. For.
Þokki frá Brún, nr. 134, og Jarpskjóna, Sléttárdal.
— Eig. Halldór Pálsson, Guðlaugsstöðum. — I.
verðl. 1938.
Svalur er um margt líkur bróður sínum, Grána
á Brandsstöðum, en heldur stæi'ri hestur. Báðir
sameina þeir fríðleik og skörungsskap, og virðast
efni í fjörhesta.
«3. Nr. 181, Sörli, Þórormstungu, f. 1933. — Sveins-
stöðum 1938. Jarpur, 136—150—18,0—24,0. — For.
Þokki frá Brún, nr. 134, og Fluga, Þórormstungu.
Eig. Skúli Jónsson, Þórormstungu. — I. verðl. 1938.
Sörli er fríður hestur, réttvaxinn og gæðalegur,
en grannbyggðari en bræður hans, er nú voru
taldir, og hregður honum nokkuð í móðurætt, en
þau hross eru mörg finbyggð og góð reiðhross.
4. Nr. 184, Þokkason, Grímstungu, f. 1933. — Sveins-
stöðum 1938. Rauður, 132—150—18,0—24,0. — For.
Þokki frá Brún, nr. 134, og Mús, Grimstungu. —
Eig. Lárus Björnsson, Grimstungu. — I. verðl. 1938.
Þokkason er smæðstur þessara bræðra, sem voru
sýndir í vor, en er prýðilega vel byggður.
Eg hefi kennt þessa bræður við Geitaskarð, því afi
þeirra, Hárekur, nr. 105, var frá Geitaskarði. Hrossa-
ræktarfél. Fákur i Eyjafirði keypti hann 1926, ]iá 5 v.
gamlan, og notaði hann til kynbóta þar til að varð að
fella hann vegna heymæði 1936. Hárekur var glæsi-
legur hestur og prúður, og svo hafði hann mikið arf-
gengi, að öll börn hans voru grá, eins og hann var. Þó
er þá sorgarsögu að segja úr Eyjafirði, að i sumar var
enginn stóðhestur sýndum undan honum þar, sem fengi
I. verðl., en margar ágætar hryssur, sem sýndu það því
Jjóslega, hvílíkur kynbótagripur hann var.