Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 106
BÚNAÐARRIT
100
Roði er prýðilegur hestur í eitt og allt, og mér
virtist hann bezt þeirra stóðhesta sem ég sá í vor.
7. Nr. 186, Rauðblesi, Skarfshóli, f. 1934. — Staðar-
bakka 1938: Rauðblesóttur, 137—152—18,0—24,0.
— Keyptur l'rá Hindisvík. — Eig. Sigurður Dan-
íelsson, Skarfshóli. — I. verðl. 1938.
Blesi er finbyggður, svarar sér prýðilega, léttur
í hreyfingum og reiðhestslegur.
8. Nr. 190, Stjarni, Syðri-Þverá, f. 1933. — Syðri-
Þverá 1938: Rauðstjörnóttur, 138—150—18,0—24,0.
— Keyptur frá Hindisvík. — Eig. Sigurbjörn Guð-
mundsson, Syðri-Þverá. — I. verðl. 1938.
Stjarni er fríður, fjörlegur, léttur í hreyfingum og
svarar sér vel, nema hvað hann er of lítið þroskaður
eftir aldri, en vonandi verður bætt úr því.
Þrír síðasttöldu hestarnir eru taldir undan Stjarna
í Hindisvík, nr. 118. Þó er það ekki víst, en ef þeir eru
það ekki, þá hljóta þeir að vera undan sonum hans,
og mæður þeirra allra náskyldar Gamla Stjarna í
Hindisvík.
Auk þeirra 8 stóðhesta, sem ég hefi nú talið frá
Hindisvík, eru 3 stóðhestar þaðan á Suðurlandi, þeir
Sörli, Hrossaræktarfél. Bræðratungusóknar, Húni,
Hrossaræktarfél. A.-Landeyja og Kári, Hrossarælttar-
fél. Hraungerðishrepps, allt prýðilegir hestar. Síðast en
ekki síst minni ég á hestagullið Þátt i Kleifum, undan
Reykhóla-Óðni, en hann var undan Víking frá Þor-
linnsstöðum. Þáttur er því að 2. og 3. við Stjarna í Ási,
hálfbróðir Hauks í Brekkukoti. Hinir hestarnir frá
Hindisvík eru að sönnu dálítið fjarskyldari honum, en
sii fjarlægð er Hindisvíkurmegin, en veikir lítið skyld-
leikann, af því að þau hross hafa timgast í nánum
skyldleika, og það er höfuðkostur þessarar ættar, að
hún þolir mjög vel skyldleikarækt.
Sérkenni ættarinnar eru einkum fín, þétt bygging,
léttar hreyfingar og mikið þol að fengnum þroska,