Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 110
104
B ÚN AÐ ARRIT
rétt, að Stjarni sé ættaður t'rá Hjallalandi. Hrossa-
ræktarfélag Hálsasveitar keypti Geisla í haust.
10. Nr. 185, Hrappur, Þingeyrum, f. 1934. — Sveins-
stöðum 1938: Bleikur, 135—155—48,0—24,0. —
For. Bleikur og Bleik, Þingeyrum. — Eig. Jósep
Jósepsson, Þingeyrum. — I. verðl. 1938.
Hrappur er íríður, fínbyggður og gæðalegur,
en varla nógu svipmikill. Þó hafði hann góðan
þroska eftir aldri og hafði verið alinn vel s. 1. vetur.
11. Nr. 140. Blesi, Aðalbóli, f. 1925. — Staðarbakka
1931: Bleikblesóttur, 138—150—18,0—24,0. —
Móðir, Blesa, Aðalbóli, en faðir óþekktur. — Eig.
Jón Benediktsson, Aðalhóli. — I. verðl. 1931, ’34
og ’38.
Blesi er fríður hestur og harður, léttur í hreyf-
ingum og þolslegur. Hann hefir gengið úti að
mestu og aldrei fengið tamningu að kalla. Því hefir
ekki fengist reynsla á honum sem einstakling.
Móður-móðir hans var frá Neðra-Nesi í Stafholts-
tungum, af góðu kyni, sein þar er staðvant.
12. Nr. 139, Brúnn, Refsteinsstöðum, f. 1924. — Tjörn
1928: Brúnn, 130—145—17,0—23,0 — síðan hefir
hann vaxið mikið. — Móðir Mósa, Klömbrum, ætt-
uð frá Miðhópi en faðir óþekktur. — Eig. Magnús
Vigfússon, Refsteinsstöðum. —- I. verðl. 1928, ’31,
'34 og ’38.
Brúnn er mjög vel byggður, fjörlegur og léttur
í hreyfingum. Hann hefir ekki verið taminn og á-
valt gengið úti.
13. Nr. 189, Brúnn, Barði, f. 1932. — Staðarbakka 1938:
Brúnn, 138—155—18,0—25,0. — Móðir Brúnka,
Barði, dóttur-dóttir Stóru-Gránu, Barði, en faðir
óþekktur. — Eig. Ófeigur Þorvaldsson, Barði, I.
verðl. 1938.
Brúnn er myndarlegur, réttvaxinn og sópar af
honum, en heldur grófgengur. Hann er ótaminn,