Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 111
B Ú N A Ð A R R I T
105
svo ekki er vitað nema það lagaðist við æfingu,
en augljóst þegar að hann er þrekhestur.
14. Nr. 191, Skolur, Stóru-Borg, f. 1933. — Syðri-Þverá
1938: Jarpur, 139—155—18,0—24,0. — For. Jarp-
ur, Gauksmýri og Bleik, Stóru-Borg, undan Mósu,
Vigdísarstöðum. — Eig. Aðalsteinn Dýrmundsson,
Stóru-Borg. — I. verðl. 1938.
Skolur er myndarlegur, vel vaxinn og fæturnir prýði-
lega hyggðir. Það þarf því ekki að efa að hann er efni
í mikinn þrekhest. Mósa, amma hans, og Mósi á Stóra-
Ósi, móðurbróðir hans, voru hæði framúrskarandi
fínbvggð og ganggóð, svo ólíklegt er að ekki njóti ein-
hverjir afkomenda hans þeirra ættarkosta.
líg hefi þá sagt í stórum dráttum frá öllum stóð-
hestunum sem l'engu I. verðlaun í vor, og skipað þeim
í ættir, eftir því sem upplýsingar stóðu til. Yfirlit þetta
sýnir, að hafin er nokkur viðleitni að græða beztu ætt-
irnar út, að fá samstæðan stofn í heilum sveitum, svo
auðveldara yrði að hæta úr þeim göllum sem á eru,
með ströngu úrvali eða aðfluttum gæðum. — Hryssun-
um hefi ég sleppt, að þessu sinni, því þær eru svo marg-
ar, að ekki er unnt að gera þeim nokkur skil í tímarits-
grein, heldur yrði það efni í bók, en út frá þessuin upp-
lýsingum um hestana, getur hver athugull maður rakið
ættir þeirra og frændlið í sinni sveit, og þeirra upplýs-
inga þarfnast Búnaðarfélag íslands til þess að geta
haft alla aðal þræðina í sínum höndum og þekkt allar
ættirnar, sem nokkuð er spunnið í, út í yztu æsar.
Að endingu skal vakin athygli á því, að hestarnir
voru mældir misjafnlega gamlir, og því er tilgreint
fæðingarár og hvaða ár þeir voru mældir, svo lesend-
um verði ljóst, hve hver hestanna var þá gamall og
meti stærðirnar eftir því.