Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 114
108
B Ú N A Ð A R R I T
hentast er á smábýli. Smábóndinn notar t. d. oftar
handverkfæri en gerist á stórbýlunum, þar sem allt —
eða flest að minnsta kosti — er framkvæmt með stór-
virkum vélum nú á tímum.
Eftirtekjan? Eðlilegt er að um hana sé spurt, en
svarið liggur í því sem að ofan greinir, því hvar sem
volæði verður breytt i menning, er get'ið að l'járhags-
legur afrakstur hlýtur að vera vaxandi.
Þess var getið hér að framan, að fyrrum hefðu flestir
haft nokkur jarðarafnot, auk aðalatvinnu sinnar á höf-
uðbólinu.
Eins og gengur var verulegur mismunur á einstak-
lingunum, dugnaði þeirra og harðfengi. Nokkrir megn-
uðu ekki meir en inna af hendi sín daglegu störf hjá
höldanum, aðrir unnu í öllum frístundum er fengist
gátu, og dæmi voru þess að með óbilandi elju brutu
þeir hlekki vinnumennskunnar og gerðust sjálfstæðir
bændur.
Um aðstoð hins opinbera, eða önnur hjálparmeðul
var ekki að ræða.
Rithöfundurinn C. A. Thyregod hefir betur en nokk-
ur annar fært í letur sannar myndir dæma þeirra, er
hann þekkti úti á heiðum Jótlands. í frásögn sinni: En
Husmand paa Heden, gefur hann glögga mynd af at-
orkumanni þeirra tíma. Hún er svona:
„Meir en 10 km. frá fæðingarheimili sínu, hafði Ei-
ríkur keypt landspildu í heiðardragi einu. Landið var
óræktað, vaxið lyngi og smávöxnu eikarkjarri. Hann
hafði valið land sitt, og hann hafði fundið eiginkonu,
hvorutveggja meira metið eftir innra gildi, en eftir út-
liti einu. Jarðvegur var góður, moldarlag ofan á sendnu
undirlagi, og kalklög neðar. Arfur hans að heiman
nam 50 ríkisdölum, og auk þess höfðu bæði hann og
kona hans sparað, svo að varla mátti segja að þau
byrjuðu búskap blásnauð. Hann hafði svo mikið, að
hann gat keypt plóg og vagn, og 2 sterka uxa til drátt-