Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 118
112
B Ú N A Ð A R R I T
inn, þar sem daggperlur brutu ljósið og laufið bærðist
fyrir hægum blæ?
Var hann seyddur af sýninni, þar sem spegilslétt
vatnið lá framundan og dalaiæðan lá í drögum mýr-
anna niðri í dalverpi, en morgunroðinn gaf landinu
það litaspil sem heilla hlaut hvert auga? Nei, um það
hugsaði hann ekki, hann sá það ekki. Það má vel vera,
að í þá daga, er hann valdi heimili sínu þennan stað í
fyrstu, hafi náttúrufegurð uinhverfisins nokkru ráðið,
og draumar hans í þá daga, — um bjarta og hlýja fram-
tíð — hafi haft skarpara skyggni frá hæðinni þar sem
húsið stóð.
En draumarnir fögru voru horfnir, og í stað þeirra
ömurleg alvara á ferðum. Fegurð sumarmorgunsins
sá hann ekki. Hugur hans var annarsstaðar. Grátur og
kvein konu hans og barna barst að eyrum. Hann titr-
aði —- úrræðalaus — hvað skyldi til bragðs taka?
Það mætti nú spyrja hvað hafi valdið því, að kjör
hinnar vinnandi stéttar landbúnaðarins voru svo aum
í þá daga, einmitt þegar kjör bændanna voru á leið til
blómgunar eftir lausn átthagafjötranna. Liggur þá
einnig nærri að spyrja, hversvegna ekkert var gert til
þess, einnig að bæ.ta kjör þessarar stéttar. Varla hefir
viljann vantað, til þess að bæta kjörin, en löggjafarnir
höfðu naumast þekkingu né skilning á, um hvað var að
ræða, og viðleitnina til að kynna sér ástæðurnar eins
og þær voru raunverulega, — hana vantaði.
Það var ef til vill af gömlum vana, í þjóðareðlið og
einnig valdhafana gróið, að sjálfstæði væri nokkuð,
sem aðeins tilheyrði yfirstéttum þjóðfélagsins, og ekki
kæmi til mála að þeir sem ynnu stritvinnu úti á akri,
eða hefðu fjósverk á hendi, gætu orðið sjálfstæðir
menn.
Löngu síðar, þegar í fyrsta sinn var i Ríkisþinginu
fram borið frumvarp um lán og lánsstofnanir til ný-
býlabygginga, veittist erfitt að fá ýmsa af þingmönn-