Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 122
116
BÚNAÐARRIT
í öllum Landshlutum reis nú alda, sem hxeyfði við
þessu máli, og fyrsta krafan sem gerð var, var, að
skylduvinnan skyldi afnumin.
Sem fyrr er sagt komu lög um bann við húðstrýking
leiguliða 1848, en fjárhagsástæðurnar bötnuðu auð\atað
ekkert við það.
Svo seint sem 1879 notaði einn af þingmönnunum
orðið „þrælabyggðir“ um þau býli, er risu á útjöðrum
stórjarðanna.
Smátt og smátt færðist í það horf, að eftirgjald skyldi
greiða í peningum, og greiða mátti í fríðu ef vildi, en
þegar hvorugt var handbært varð leiguliðinn að fara
og vinna heima á óðalssetrinu, og þá gjarnan þegar lcall
kom þaðan.
Smábændurnir — leiguliðarnir — voru um þetta leyli
orðnir margir, því fólksfjölgun var ör, en þróun iðn-
aðarins og þar með vöxtur bæjanna takmarkaður, svo
verulegur hluti hinna nýju borgara ól aldur sinn i
sveitinni sem vinnufólk eða leiguliðar.
Um 1870 hefir glöggur og greindur maður — holl-
vinur smábændanna — skýrt frá ástæðum þeirra og
búrekstri á þessa leið:
„Allt of víða mætir auganu raunaleg sjón — kotungs-
jarðirnar. — Búskapurinn þar byggist mest á gisnum,
háum hálmstráum og rýrum graslendum. Búsmalinn
er auðvitað eftir því, oftast ein eða tvær lioraðar belj-
ur, eitt eða tvö svín og nokkur hæns. Fóðrun búfjárins
er mjög léleg, og mykjan að sama skapi léleg til áburð-
ar. Með þessu lagi hlýtur landið skjótt að verða þraut-
pínt. Hér við bætist svo að sú óvera af smjöri og þau
fáu egg, sein konan getur misst, eru í mjög lágu verði.“
Korn hafði verið í háu verði frá 1830 til 1870, en er
það hrapaði í verði á árunum rétt eftir 1870 varð út-
litið allt annað en glæsilegt. Hvað skyldi nú til bragðs
taka? Jú, hér var um að gera að grípa tækifærið og
breyta hinu útlenda ódýra korni í verðmæta vöru —