Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 124
118
BÚNAÐARRIT
sendi mann með hesta og verkfæri heim til leiguliðans
og lét vinna fyrir hann part úr degi, eða jafnvel heilan
dag, án sérstaks endurgjalds. Þetta var auðvitað þakk-
arvert, en það bar ekki þann árangur sem skyldi.
Einasta rétta aðferðin er auðvitað sú, að ræktun jarð-
arinnar og annar búrekstur heiina sé aðalvinnan, og
frístundavinna utan heimilis gefi aulcatekjurnar, en
þetta gat ekki orðið með öðru móti en reglubundinni
jarðyrkju með sáðskiptum; til þess þurfti rekstursfé,
sem leiguliðinn elcki hafði handbært, og sjaldan eða
aldrei hafði nokkra leið að al'la sér. Lánsstofnanir voru
í þá daga tiltölulega sjaldgæfar, sparisjóðir t. d. mjög
fáir, og fjármagnið, sem til umráða var, var tak-
markað.
Það tímabil var enn ekki undir lok liðið, þá menn
söfnuðu fé og geymdu í kistuhandraðanum, í stað þess
að ávaxta það i banka og sparisjóði. Hér við bætist
svo, að þeir einir gátu fengið lán, sem höfðu fasteign
að setja 'að veði, eign, sem var margfalt meira virði en
upphæð sú sem tekin var til láns. Fyrir íevana leiguliða
var lánbeiðni í banka því sem ullarleit í geitahúsi. Þá
voru eftir „maurapúkarnir", peningamennirnir, sem
ekki trúðu banka né sparisjóði fyrir silfrí sínu, en þeim
leizt heldur ekki að lána fátæklingum fé, og sízt til
lengri tíma.
Eigi ósjaldan lánuðu einstaklingar þó fé; til þess að
bæta land eða bústofn, stundum í góðgerðaskyni, oftar
til þess að fá háa rentu — 6—10% — af peningum sín-
um, en þó ef til vill oftast í því skyni að tryggja sér
fulltingi hlutaðeigandi persóna, geta kallað lánþiggj-
endur til vinnu í sína þágu, hvenær sem á þurfti að
halda. Væri slíku kalli neitað hafði það oftast uppsögn
lánsins í för með sér.
Þegar um svona einkalán var að ræða, réði oft meiru
persónuieg kynning en liitt, hver trygging fékkst fyrir
láninu. Oft mátti kotungurinn ganga manna á milli, og