Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 125
BÚNAÖARR I T
119
jþung voru spor hans stundum, er hann bónleiður bað
um hjálp.
Slíkar kringumstæður hafa þráfalt valdið áhyggjum
og hugarhvarfi, enda þótti það fullsannað, er rætt var
«m fyrstu lánveitingastofnanirnar sem stofnað var til
smábændanna vegna, að skjótt og rækilega þyrfti að
hefjast handa. Þess voru þekkt dæmi, og þau eigi allfá,
að fasteign sem metin var á þúsundir króna, var seld
við uppboð vegna skuldar sem aðeins nam nokkrum
hundruðum. Þegar svo bar undir var bóndinn þar með
sviptur möguleikum til að stunda búskap áfrain, hversu
ötull sem hann annars var. Er af þessu auðsætt, hversu
sá átti örðugt uppdráttar, sem engin efni hafði og ekk-
ert að setja að veði.
Smátt og smátt óx skilningur manna á því, að hér var
galli, sem skera þurfti burt og græða mein, til þess að
þjóðlífið gæti orðið heilbrigðara, og einstaklingarnir —
einnig þeir fátæku — ættu kost á að sýna hvað þeir
gætu, fengju þeir verkfæri og verkefni til umráða og
stundað landbúnaðinn fjárhagslega óþvingað.
Það sem hér að framan er skráð — og safnað saman
úr mörgum heimildarritum — er aðeins ágrip, en þó í
fullu samræmi við það sem nefnd sú, er sat á ráð-
stei'nu um 1870—80, komst að raun um.
Nefnd sú skilaði áliti og har fram tillögur um, að
skólar yrðu reistir, i þeim skyldu allir sinábændur
menntast í framtíðinni, þar skyldu þeir öðlast þá þekk-
ingu sem þyrfti til að prófa og meta réttilega þær nýj-
ungar, sem að gagni mættu verða. Ríkið skyldi með
aðstoð sérfræðinga semja reglugerð, og leiðbeininga-
starfsemi skyldi hafin til hjálpar, bæði vegna jarðyrkju
■og búfjárræktar. Mælt var með bókaútgáfu, og stungið
upp á verðlaunum sem að gagni mættu koma, fyrir vel
yrkt býli, og síðast en ekki sízt skyldi ríkið árlega
leggja fram fé til lánsstofnunar, sem svo veitti lán með
hagkvæmum kjörum, til eflingar og til fjölgunar ný-