Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 126
120
B Ú N A í) A R R I T
býla, — býla, sem oi’ðið gætu sönn heimili, lífvænleg:
fyrir heila fjölskyldu, og ekki bara einskonar hjá-
verkaþúfa húsbóndans.
Er hér var komið sögunni, var einnig borið fram í
þinginu frumvarp um að ríkið sjálft lánaði einstakl-
ingum fé til jarðyrkjuframkvæmda, en hvorki tillögur
nefndarinnar né frumvarpið náði samþykki þá, en hafði
þó þá þýðingu, að málið var vaknað og því var haldið
vakandi um næstu ár. í reyndinni síðar meir hefir
hvorug þessi leið verið farin. í stað þeirra eru fundnir
aðrir vegir, sem liggja að lindum langtum meira fjár-
inagns en þá var ráð fyrir gert.
En með aðstoð ríkisins var þó veitt trygging fyrir
óuppsegjanlegum lánum sem fengin voru, og tekin til
lengri tíma en áður hafði þekkst. Með lögum um ný-
býli frá 1899 hefst svo nýtt timabil í sögu danskra
smábænda.
NýbýJastefna nútímans.
Af framanskráðum þáttum um kjör þau, er kotung-
arnir áttu við að búa, er auðsætt, að möguleikar þeirra
til sjálfstæðis og menningarlegra framfara voru litlir
eða engir, ef lialdið var áfram á sama grundvelli og
verið liafði, með fyrirliomulag búnaðar þeirra. Þetta
var og ýmsum mætum mönnum fullljóst. Vinnufólk-
inu hafði fjölgað frá 1830—1890 úr 140 þúsund upp í
300 þúsund manns. Enda þótt vöruverð allt þrefaldað-
ist á þessum tíma, hélst kaupið óbreytt eða því sem
næst. Vinnufólkið átti því við ömurleg kjör að búa, og
því var ekki að ástæðulausu, að framsýnir menn leit-
uðu ráða sem til bóta mættu horfa.
Eftir að ríkið á síðasta hluta 19. aldarinnar fór að-
hafa afskipti af málum þeim, er snertu liina minni
bændur, og vinnufólk sveitanna sérstalílega, urðu þau
almennt umræðuefni á fundum, mannamótum og í
dagblöðunum, og meira að segja höfðu verið samin