Búnaðarrit - 01.01.1938, Qupperneq 133
BÚNAÐARRIT
127
byggt höfðu nýbýli, sem síðan stigu í verði, og voru
seld fáum árum síðar fyrir tvöfalt verð eða meir, var
úr vissum áttum gerð hörð árás á skipulag nýbýlamál-
anna. Því var haldið fram, að ríkið hafi veitt einstakl-
ingum fé til láns, fé, sem þeir svo litlu síðar hafi farið
með sem eigin eign, er þeir seldu jörð sina og hú við
háu verði. Þess vegna hafi lán þessi raunverulega verið
gjöf til þeirra, sem býlin reistu. Ádeila þessi var að
vissu leyti réttmæt, því svona fór í vissum tilfellum,
en engin lög bönnuðu þeim, er vildu og gátu selt jarðir
sínar, hvorki þeim stærri né smærri, að bera stórgróða
frá borði. Aldrei hafa jarðir gengið kaupum og sölum
svo ört sem þá, og að landbúnaðurinn mátti blæða fyrir
það heila áratugi á eftir, hefir víst hvorki kaupendur
né seljendur dreymt um þá í svipinn.
Hitt var rétt, og er rétt enn þann dag í dag, að ekkert
er landbúnaðinum meinlegra en það, að landið getur
gengið kaupum og sölum eins og hver önnum neyzlu-
vara. Gagnvart smábýlunum sáu menn þá strax, að
þetta var óheppilegt, og náttúrlega gat ekki hjá þvi
farið, að þetta lcæmi til umræðu í ríkisþinginu við
áframhaldandi skipulagning nýbýlamála.
Allt frá 1904 eru til ályktanir og tillögur sem benda
á þá möguleika og þá kosti, sein mæla með því, að ríkið
eigi býlin, en leigi þau út gegn föstu gjaldi eftir mati
eða þeim mælilcvarða sem beztur kann að verða fund-
inn á hverjum tima. Tillögur þessa efnis skutu upp
höfðinu við og við, og nærri má geta að þær hafa fengið
góðan byr, er menn á stríðsárunum sáu hvernig jarðar-
verðið gekk svo úr hóí'i, að auðsætt var, að enginn bú-
skapur gæti borið slíkt í venjulegu árferði.
Árið 1911 skipaði þingið nefnd, sem meðal annars
skyldi semja tillögur um, hvernig bezt mundi að haga
skiptingu jarðeigna þeirra, sem rikið og opinberar
stofnanir áttu og leigja skyldi út sem smábýli. Nefndin
skilaði tillögum sínum, sem í flestu fóru i sömu átt og