Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 139
B U N A1) A R R I T
131
sem áttu býlið, en fengu lán sem þeir greiddu vexti og
afborgun af, skyldu sitja við kjðr sem líkust þeim, ný-
yrki á ríkisbýlum átti við að búa. Samtímis var land-
stærð býlis ákveðin, með tilliti til þess, að það gæti
lTamfleytt heilli fjölskyldu, og því var stærðin sett 6%
—7 ha. lands af meðalgæðum.
Lögin frá 1919 voru mjög mikið hagnýtt einkum hin
fyrstu ár, og fyrir löngu er nú uppbyggt allt það land
sem í upphafi var gert ráð fyrir að notað yrði sam-
kvæmt þeim. Því hefir rikið nú á seinni árum keypt
ýms stórbýli sem síðan hefir verið útbýtt. Til þessa er
varið stórum upphæðum árlega úr sjóði sem stofnað-
ur var í þessum tilgangi „Jarðakaupasjóði“. Síðan hafa
lögin verið endurskoðuð reglulega, en engar stærri
breytingar verið við þau gerðar, nema hvað landstærð-
ina snertir. Allt fram á síðustu ár, var það svo, að þeir
sem á smábýlunum bjuggu, höfðu aðaltekjur sínar af
framleiðslu úr dýrarikinu, l'ramleiðslu, sem byggðist
mjög á innflutningi erlendrar vöru, og útflutningi
smjörs og flesks. Þegar ieiðir hinnar frjálsu verzlun-
ar lokuðust, varð örðugt um vik, ekki sízt fyrir þeim
sem liöguðu búskap sinum eins og hér hlaut að vera.
Nú varð því að nota innlend fóðurefni, en þau voru
dýrari en hin útlendu, og þar sem markaður fyrir
smjör og flesk takmarkaðist mjög, urðu tekjurnar að
sama skapi i'ýrar. Möguleika til þess að girða fyrir
vandræði þessi, hugðust menn því að finna með því að
hafa býlin stærri, svo smábóndinn gæti aflað meira fóð-
urs á jörð sinni. Náttúrlega gat þetta ekki náð til býla
þeirra sem þegar voru byggð, og rnjög er vafasamt að
þessar forsendur eigi nokkurn þátt i því, að býlin sem
nú eru byggð, skulu samkvæmt lögum frá 1915, vera
minnst 10 ha. að stærð.
Þykjast menn þar vera við þá landstærð sem reikn-
ingslega hefir gefið tiltölulega mestan arð að ineðal-
tali um síðustu 40 ár.