Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 142
134
B Ú N A Ð A R R 1 T
Erindið var hvorki meira né minna en það, að kaupa
óðalssetrið með allri áhöfn; kaupverðið var 400 þús-
und kr. og upphæðin var greidd út í hönd. Höfuðból
þetta var um 900 ha. að stærð, var sumt af þvi í góðri
rækt, en stórir flákar voru engi og óræktuð lönd, og
um 100 ha. voru skógivaxnir. Búskapurinn hafði geng-
ið stirðlega hjá þáverandi eiganda, og bæði landi og
byggingum farið hnignandi. Strax eftir kaupin var byrj-
að að rækta og bæta landið, og hvert af öðru risu býlin
unz 50 bújarðir stóðu fullbúnar þar sem áður var ein.
25 ár eru liðin síðan atburður þessi skeði, og er því
ástæða til að gera samanburð á búrekstri þessara 50
býla, sem nú eru í fullum gangi, og „Store Restrup“
eins og hún var.
Hér gefur nú að líta eitthvert hið fegursta og mynd-
arlegasta smábýlahverfi sem finnst í landinu, en stór-
bygging gamla óðalssetursins er nú notuð sem skóla-
hús, þar er smábændaskóli. Gamli veizlusalurinn er
nú notaður sem fyrirlestrasalur, billiardstofan er
kennslustofa og hesthúsið er fimleikahús. Gömlu akr-
arnir, — þar sem sagt er að stíga hafi mátt niður á milli
stráanna, — eru nú vel ræktaðir, og gefa ríkulega á-
vöxtu á hverju ári. Býlin liggja dreift um landið, og
landamerkjagirðingarnar eru lifandi limgirðingar. Við
hvert býli er garður með skrautjurtum og ávaxtatrjám,
og alstaðar blaktir fáni við hún á hverjum sunnudegi,
og við hátiðleg tækifæri, eða þegar gesti ber að
garði.
Allt ber þess vott, bæði ytra og innra, að hér hafi
ötulir menn og konur verið að verki, enda mun það
sannast mála, að ýmsir þeirra hafi leyst þrekvirki,
verið meira vakandi fyrir búskap sínum en fyrver-
andi eigandi óðalsins, og aldrei sofið svo i'ast að lokn-
um miðdegisverði, að þá mætti ekki vekja. Þeir sem
fengu býli þessi, voru valdir menn, sumir hverjir, en
annars var það sumt af vinnufólkinu á Store Restrup