Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 145
B Ú N A Ð A H R I T
137
inætir þar atvinnuleysi og öðrum vandræðum, sem
bóndinn sjaldan eða aldrei ratar í.
„Vinnumenn og vinnukonur í sveitum, getur fólkið
verið, alveg eins og i gamla daga,“ segja ýmsir. Því má
svara bæði játandi og neitandi. Það er önnur öld nú
en var fyrir 40 árum síðan, því mega menn ekki gleyma.
í fyrsta lagi nota nútíma stórbændur vélar og verkfæri
af ýmsu tagi, svo þörfin fyrir fast vinnufólk, er hverf-
andi nú, og aðeins fáa daga, eða fáar vikur úr árinu
þarf mannahald á stórbýlunum, en vegna þeirra fáu
daga, ráða menn eðlilega ekki ársfólk. í öðru lagi ligg-
ur það í flestra eðli, að vilja heldur vera sinn eigin hús-
bóndi, og hafa eigin heimili og eigin jörð að yrkja, í
stað þess að vera annara þjónn alla æfi, og getur hver
skoðað í eigin barm og leitað svars, er um þetta tvennt
er að velja.
Þá er það einstaklingshliðin, sem ástæða er til að
líta á, því þar sem 120 þúsund smábýli eru, ætti að
vera hægt að taka dæmi sem sýna hvernig einstakl-
ingar þessir lifa og starfa. Náttúrlega eru dæmin nógu
mörg, en því miður eru rannsóknir þær sem gerðar hafa
verið, allt of takmarkaðar og reikningar þeir sem
„Landökonomisk Driftsbureau“ fær til að byggja á„
allt of fáir, og sérstaklega hefir skrifstofan ekki greint
milli smábýla af hinum einstöku flokkum, svo sagt
verði fyrir landið i heild, hvað er liið rétta. Ef til vill
verður það heldur aldrei sagt, því hver landshluti er
öðrum ólíkur. Eitt er þó gefið, að þeim mun minni sem
býlin eru, því betur verður að hagnýta það litla land,
sem til umráða er. Þessvegna er það eðlilegt, að öll
smábýli hafa tiltölulega margt búfé, og fóðra að veru-
legu leyti á aðkeyptu kjarnfóðri. Það eru þá kýr, svín
og hæns, sem eru langt um fleiri á hverjum 100 hekt-
urum lands á smábýlasvæði, heldur en á stórjörðunum.
í öðru lagi er ræktun grænmetis og ávaxta stór þáttur
á tekjuhlið margra, og er það jafnan óræknr vottur