Búnaðarrit - 01.01.1938, Qupperneq 151
B Ú N A Ð A R R I T
143
hundruð krónur, beinlínis vegna þess að nýjar og betri
starfsaðferðir urðu kunnar, og gæti svo hver sem kynni
að reikna, sett dæmið upp: hundrað króna aukning á
íneðalbýli skipti milljónum króna, er margfaldað var
með tölu smábýlanna í landinu. Og rikið veitti styrk,
svo fleirum og fleirum var gert mögulegt að vera þátt-
takendur í hópförum þessum. Úr ýmsum áttum komu
þó fram athugasemdir og vantraust á förum þessum,
einkum var að því fundið, að eftirbátarnir sætu heima
og færu hvergi, en eiginlega væru það þó þeir, og engir
aðrir, sem þyrftu að mannast og vakna.
Auðvitað kom það fyrir, að einstaka för bar ekki
tilætlaðan árangur, mest vegna þess, að ferðatilhögun
var ekki fastlögð áður en farið var af stað, og í öðru
lagi af því, að leiðtogarnir voru ekki alltaf þeim vanda
vaxnir, að vera fararstjórar, þó þeir annars væru góðir
og gegnir borgarar. Sömuleiðis komu fram kvartanir
yfir því, að nokkrir smábýlingar yrðu fremur öðrum
fyrir átroðningi þessara förumannahópa, og mun mikið
hæft í því, því eins og við var að búast vildu allir sjá
fyrirmyndarbúskap, þar var sérstaklega eitthvað að
læra. Hinir, sem hjuggu í sama gamla farinu, fundust
í hverjum hreppi, og ekki þurfti langferðalög til að
kynnast þeim.
Þátttakendur í kynnisförunum voru jafnan ungir
menn, einkum fyrstu árin. Hinir eldri, sem aldrei höfðu
verið ferðalögum vanir, áttu erfitt með að skilja, að
þeir sem hlupu þannig frá verki sínu heima, í miðjum
júlí, bæru annað úr býtum en vinnutap. En þeir eldri
komu líka með von bráðar, og það er eftirtektarvert,
að nokltrir þeirra urðu fremur öllum öðrum gagnteknir
af þýðingu kynnisfaranna.
Maður nokkur, 65 ára gamall, sem var þátttakandi
í einni slíkri för um 1890, hafði lengi verið tregur, en
lét þó tilleiðast að vera með, enda þótt honum fyndist
það flónska, að eyða 4—5 dögum þannig til „flækings“..