Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 152
144
BÚNAÐARRIT
Á heiinleiðinni sat hann hljóður og hugsandi, og er
formaður fararinnar klappaði á öxl honum og spurði,
hvort hann iðraðist nú eftir að hafa verið með, var
svarið: „Nei, en ég er gramur við sjálfan mig. Nú hef
ég setið heima öll þessi ár og verið þess fullviss, að ég
væri fyrirmyndar bóndi á mínu sviði, en nú hefi ég séð
með eigin augum, að ég er langt á eftir mörgum öðrum.“
Það má bæta því við, að þessi sami maður leitaði strax
■eftir heimkomu sína og á næstu árum ráða hjá þeim,
er hann vissi sér fremri að búviti, og þóttist nii skyndi-
lega ekki of gamall til að læra.
Því er haldið fram, og líklega með réttu, að það séu
kynnisfarirnar sem skapað hafi hin sterku félagssam-
tök smábændanna.
Einstaldingar, sem annars bjuggu í afskekktum hér-
uðum, mættu jafningjum sínum á ferðalögum þessum.
Þeir voru hljóðir fyrst í stað, en talandinn liðkaðist
•og það því betur er á ferðina leið. Menn spjölluðu um
sameiginleg áhugamál og starfsaðferðirnar voru kapp-
ræddar. Að ferðalokum voru menn á eitt sáttir um,
að í framtíðinni þyrftu að verða sambönd milli ein-
staklinganna með einhverskonar félagsskap.
Menn fengu opin augu fyrir kostum þeim og göllum,
sem fundust í eigin starfsaðferðum, en ekki nóg með
það, heldur festu margir einnig sjónar á, hvern þátl
smábændastéttin skapaði í uppbyggingu þjóðfélagsins.
Því kom beint frá þátttakendum kynnisfaranna krafan
um félagssamtök, sem ynnu að því eingöngu, að styðja
smábændurna í baráttu sinni fyrir tilverunni, og „gæfi
þeim þann rétt innan þjóðfélagsins, sem þeir sain-
kvæmt einstaklingafjölda og afköstum gætu gert sann-
gjarnar kröfur til“. Kröfurnar hafa aldrei verið fram
bornar með háreysti né glamri, en þrátt fyrir það hefir
vel áunnist, og félagssamtök smábændanna spenna nú
greipar sínar um gjörvallar byggðir landsins.
Fyrstu árin voru það. eingöngu karlmenn, sem tóku