Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 156
148
B Ú N A Ð A li R I T
boði og fyrirrennari hinna skipulögðu félagssam-
taka, sem nú eru ríkjandi innan smábændastéttar-
innar. Félagsleg þróun og samtök, eru á mjög háu stigi,
og með stjórnir hinna einstöku félaga og félagssam-
banda sem milliliði, er einstaklingunum gert mögulegt
að bera álit sitt og tillögur fram á hærri stöðum.
Með aðstoð félaganna er sem flestum gert kleift, að
vera þátttakendur í kynnisförunum, og njóta fjárhags-
legrar aðstoðar í sama tilgangi. Um skipulagning fé-
lagsstarfseminnar, væri fullkomin ástæða til að fjöl-
yrða, en hér skal aðeins í stórum dráttum geta þess,
hvernig henni er háttað. 1 fyrsta lagi eru það hin eig-
inlegu smábændafélög (Husmandsforening). Oftast
eru það félög sem ná yfir takmörkuð svæði, venjulega
einn lnepp eða bara kirkjusókn, éftir því sem ástæður
eru til. Þau vinna að þvi markmiði hvert um sig að efla
búnaðinn og bæta, hvert á sínu starfssvæði, ásamt því
að efla þekkingu, og styðja og endurbæta framleiðslu-
hætti búlausra meðlima, sem hafa hænsnarækt, garð-
yrkju, eða hjáverkavinnu. Fræðslustarfsemin fer fram
í fyrirlestrum og einnig er séð fyrir að ráðunautar
heimsæki þá meðlimi, er slíka starfsemi stunda, og gefi
góð ráð, í búfjárrækt, frærækt, hænsnarækt, býflugna-
rækt, heimilisiðnaði eða hússtjórn eftir því sem við á.
Meðlimir geta allir þeir orðið, sem hafa jarðarhorn,
eða stóra lóð til ræktunar, en hámarkslandstærð er
takmörkuð.
Félög þessi hafa hvert sina stjórn, sem kosin er á
aðalfundi ár hvert. Af ríkissjóði fá þau styrk til þess,
að geta staðið straum af kostnaði þeim, er fylgir
fræðslustarfsemi og ráðunautahaldi. Ársgjöld meðlim-
, anna ganga einnig til þessa. Tala félaganna er nú tæp
1300, og meðlimafjöldi um 90 þúsund.
Félög í hverjum einstökum landshluta mynda síðan
samband út af fyrir sig, þannig, að t. d. öll józku fc-