Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 157
BTJNAÐARRIT
149
lögin mynda „Samband józkra smábændafélaga“, þau
fjónsku og sjálenzku á sama hátt, og svo einnig með
aðra landshluta. Sambönd þessi og stjórnir þeirra eru
einskonar miðstöð í félagslífi hvers landshluta, og þau
eru milliliðir milli einstaklinganna og hinna hærri
staða innan búnaðarstjórnar landsins. Meðlimir í
hverju sambandi eru hin einstöku félög. Framkvæmda-
valdið er á hendi fulltrúafundar, sem haldinn er einu
sinni á ári. Á fundi þeim er stjórn og endurskoðendur
kosnir. Fulltrúar á fundinn eru kjörnir meðlimir hinna
einstöku félaga, og er valinn einn fulltrúi fyrir 100
meðlimi. Þetta er þó ögn breytilegt innan félaganna. í
stjórn sambandsins sitja 12 menn. Tekjur fást að
noklcru úr ríkissjóði, að öðru leyti með skatti, sem
hvert félag greiðir eftir tölu meðlima sinna.
Sem einskonar yfirstjórn allra þessara félaga er svo:
„Landssamband danskra smábændafélaga". Hlutverk
þess er í'yrst og fremst það, að sjá svo um, að starf-
seinin í öllum landshlutum fylgi einni aðalstefnu, og
efla samvinnu milli félaganna i hinum einstöku lands-
svæðum.
í stjórn þess sitja 14 menn, valdir af samböndunum,
og það er hlutverlc þessarar stjórnar að semja frum-
vörp, sem lögð eru fyrir þing eða stjórn, taka þátt í
fundum sem varða bændastéttina í heild, t. d. þegar um
skipulagsbreytingar á framleiðslunni eða verzlun með
landbúnaðarafurðir er að ræða, og einkum hin síðari
árin hafa vöruskiptin við útlönd gefið tilefni til ihug-
unar í þessum efnum, síðan Otta'wa-samningarnir frá
1932 knúðu menn inn á nýja verzlunarbraut.
Stjórnin gefur einnig skýrslur og semur tillögur,
þegar þess er krafizt af landbúnaðarráðuneyti eða bún-
aðarmálastjóra.
Félagslyndið er einn af hinum öflugustu þáttum og
verðmætustu i fari hvers einstaklings. Rithöfundurinn