Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 163
BÚNAÐARRIT
155
skýrslum bókasafnanna er bólcalán dálítið meira í
sveitunum en í bæjunum, miðað við fólksfjölda.
Þegar litið er á, hverskonar bækur mest eru eftir-
sóttar á hverjum stað, er auðsætt, að bóndinn les
langtum minna af reifara- og skáldsögum en kaupstað-
arbúinn, en fræðibækur, ferðasögur og æfisögur eru
inest eftirsóttar í sveitum. Bókakaup eru tiltölulega
lítil, og það sem keypt er, eru mest fræðibækur um
búnað og búháttu, ásamt öðru, er að atvinnunni lýtur.
Ljóðabækur eru litið notaðar, nema alþýðuskóla-
Ijóðabókin, sem alltaf er notuð þegar syngja skal, hvort
sem er í heimahúsum, á mótum og samkomuin eða í
hifreiðum á ferðalögum, eins og gerist nú á tímum.
Annars er kvæðabók bændanna mest notuð við slík
tækifæri nú siðustu árin, eða siðan hún kom út.
Með blöðum, bókum og tímaritum berst þannig
nokkur menntun inn í heimilin, en þau áhrif sem mesta
menningu flytja, berast þó á annan hátt.
Þess var áður getið, að skólanám hafi fyrr á tímum
verið næsta fágætt meðal kotunganna og barna þeirra.
Þessu er öllu á annan veg háttað nú.
í fyrsta lagi eru alþýðuskólarnir, er veita móttöku
þúsundum unglinga árlega, og meginhluti þeirra er úr
sveitunuin. Þar eru börn smábændanna algengir nemar,
alveg eins og börn hinna stærri bænda.
Dvölin við skólana verður þeim möguleg gerð á þann
liátt, að ríkið, ömtin og hrepparnir veita árlega fjár-
upphæðir til námsdvala, og upphæðum þeim er skipt
á milli þeirra nema, sem þurfandi eru. Er börnum
hinna vanefnuðu þannig gert mögulegt að auðgast að
þekkingu á ódýran hátt.
I öðru lagi eru haldnir fyrirlestrar og námskeið á
hverjum vetri, í hverjum hreppi og hverri sólcn. Fyrst
og fremst eru það ráðunautarnir, sem halda fyrirlestra
og veita leiðbeiningar, gefa góð ráð og spjalla við
fólkið um daglegu störfin og framtíðarverkefnin, og