Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 164
15(5
B U N A Ð A R R I T
þar að auki eru fengnir fyrirlesarar að, venjulega sér-
fróðir menn, sem geta sagt frá einhverju nýju hver á
sínu sviði. Námskeið þessi standa lengri eða skemmri
tíma á hverju ári, og á hvaða hátt sem þeim er fyrir-
komið má um þau öll segja hið sama, að ]iau eru prýði-
lega vel sótt.
Því er svo varið nú á tímum, að naumast finnst nokk-
ur sá alþýðuskóli lengur, sem ekki veitir menntun í
húfræðilegum greinum, auk hinna venjulegu náms-
greina, sem ætíð hafa verið fastir liðir á stundaskránni.
Hver einasti alþýðuskóli, sem halda vill nafni sínu
og heiðri á lofti, hefir nú annað hvort fastan kennara
eða tímakennara, sem er kandídat í húfræði, og svo
er mælt, að lélegur kennari sé hann, ef tímar hans séu
ekki að minnsta kosti eins vel sóttir og hagnýttir sem
kennslustundir i öðrum fræðum. Þrjátíu og sex alþýðu-
skólar hafa fasta búfræðikennslu á stundaskrá. Krafan
kemun frá unglingunum sjálfum, og skólarnir eru nú
einu sinni til þeirra vegna, og því eðlilegt að stefnan
verði þessi, enda þótt ýmsum hinna eldri skólamanna
sé hún móti skapi.
Þá eru skólar þeir, sem starfa eingöngu vegna smá-
bændanna, en það eru hinir svonefndu „Husmands-
skoler“. Sem sakir standa eru þeir 3, og starfa allir á
þann hátt sem viðgengst í Danmörku, að 5 mánaða
námskeið fyrir pilta er að vetrinum, en að sumrinu er
skóli fyrir kvenfólk í 3 eða 5 mánuði. Stúlkurnar læra
hússtjórn og handavinnu auk búnaðarfræða. Skólar
þessir eru ætíð fullsetnir, en þeir veita 30—40 nem-
endum móttöku á hvert námsskeið.
Auk 5 mánaða námsskeiðanna eru haldin önnur
styttri, venjulega 8 eða 11 daga, bæði vetur og sumar
eftir ástæðum.
Smábóndinn og sonur hans og dóttir leita þeirra
menntalinda sem við hæfi þeirra eru, og víst er um
það, að inenningarbragur sá, sem einkennir fjölda úr