Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 166
158
BÚNAÐARRIT
af vörum eða penna ]>ess manns, sem veit hvað hann
segir, og fer ekki með fleypur.
Visindin koma nú á þann hátt, að bóndinn lærir nöfn-
in á jurtum þeim, er hann ræktar; hann fær þekkingu
á, hvert er hlutverk rótar, stönguls og hlaðs, og hann
fær skýrt hver skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, svo
hver einstok plöntutegund geti þrifist svo sem hezt má
verða; minna má ekki gagn gera, því hin fyllstu not
skal hafa af hverjum fermetra lands. Vinnsla jarð-
vegsins í samræmi við ræktun viðeigandi tegundar, og
ekki síður áburðannagn og áburðartegund handa gróðri
Jieim, er yrkja skal, allt er með reynslu og þekkingu
framkvæmt, og þekkingin er fengin á styttri og lengri
námsskeiðum, í smábændaskólunum, og í blöðum og
tímaritum. Hvernig varið er næringarefnainnihaldi
liinna ýmsu fóðurtegunda, hvernig þær eru og skulu
notaðar handa kúm með mismunandi mjólkurmagni,
þar er hann og vel með. Meðferð búfjárins á sínar
dýpstu rætur í hirðusemi og nærgætni, sem fæst endur-
goldin með meiri og betri afurðum. Sé hann i val'a
leitar hann álits þeirra, sem betur vita. Hann er nám-
lus. Meðan stanzað er við þekking þá, sem smábónd-
inn aflar sér gagnvart faglegum hlutum, ber einnig
að lita til baka, lil þeirrar andlegu stefnu sem hér er
skyldust, en það er alþýðuskólahreyfingin, sem með
áhrifum sínum í ræðu, riti og söng einnig hefir barið
að dyrum hans, og fengið til fylgdar son eða dóttur,
stundum hvorttveggja, og þannig hefir tækifærið — til
að skilji lífið eins og það viðgengst í umheiminum —
horist inn á heimilið. Smábóndinn og kona hans hafa
eignast sjóndeildarhring langtum víðari en feður þeirra
og mæður, afar og ömmur nokkru sinni litu um sína
æfidaga.
Af því sem að framan er skráð mætti ætla, að hvar
sem ferðast er og stanzað á heimili smábóndans, sé.